1 00:02:41,411 --> 00:02:43,580 Litla herrann hefur verið að dreyma. 2 00:02:51,546 --> 00:02:54,632 -Við fengum gesti. -Ég vil ekki hitta neinn. 3 00:02:54,716 --> 00:02:56,342 Er það ekki? 4 00:02:56,426 --> 00:02:59,637 Ef ég væri fastur inni með þessari gömlu herfu yrði ég galinn. 5 00:03:01,598 --> 00:03:04,309 Þú hefur ekkert val. Robb bíður. 6 00:03:04,392 --> 00:03:07,270 -Ég vil ekki fara. -Ekki ég heldur. 7 00:03:07,353 --> 00:03:13,026 En Robb er lávarður Vetrarfells svo ég hlýði honum og þú hlýðir mér. 8 00:03:13,109 --> 00:03:15,111 Hodor! 9 00:03:18,948 --> 00:03:22,577 -Hodor. -Hjálpaðu Bran inn ganginn. 10 00:03:30,043 --> 00:03:33,546 Ég fékk hlýrri móttökur í síðustu heimsókn. 11 00:03:33,630 --> 00:03:36,299 Allir Næturvaktmenn eru velkomnir. 12 00:03:36,382 --> 00:03:41,262 -Allir Vaktmenn en ekki ég, drengur? -Ekki kalla mig dreng, Lannister. 13 00:03:41,346 --> 00:03:45,141 -Ég er lávarður Vetrarfells. -Lærðu þá háttvísi lávarða. 14 00:03:49,771 --> 00:03:53,274 Svo það er satt. Komdu sæll, Bran. 15 00:03:55,276 --> 00:03:59,948 -Manstu hvað gerðist? -Hann man ekkert frá þessum degi. 16 00:04:00,031 --> 00:04:02,283 -Undarlegt. -Hvað viltu hingað? 17 00:04:03,868 --> 00:04:08,373 Mætti félagi þinn nokkuð krjúpa? Ég fæ hálsríg. 18 00:04:08,456 --> 00:04:10,041 Krjúptu, Hodor. 19 00:04:13,211 --> 00:04:18,007 -Hefurðu gaman af reiðtúrum? -Já, ég hafði það áður. 20 00:04:18,091 --> 00:04:22,637 -Hann missti mátt í fótum. -Bæklaðir þurfa bara rétta búnaðinn. 21 00:04:22,720 --> 00:04:25,682 -Ég er ekki bæklaður. -Og ég ekki dvergur. 22 00:04:25,765 --> 00:04:30,395 Það gleður föður minn að heyra. Ég er með gjöf handa þér. 23 00:04:30,478 --> 00:04:33,606 Látið söðlasmiðinn vinna eftir þessu. 24 00:04:35,233 --> 00:04:37,610 Þú lagar hestinn að reiðmanninum. 25 00:04:37,694 --> 00:04:41,823 Kennið vetrungi að leika við taum og hlýða rödd drengsins. 26 00:04:42,949 --> 00:04:44,617 Get ég riðið út? 27 00:04:44,701 --> 00:04:48,663 Já, og á hestbaki verður þú jafnhár öllum hinum. 28 00:04:48,746 --> 00:04:51,874 Er þetta brella? Því viltu hjálpa honum? 29 00:04:51,958 --> 00:04:56,212 Ég ber hlýhug til bæklaðra, bastarða og brotinna. 30 00:04:57,755 --> 00:05:02,010 Þú reyndist bróður mínum vel og ert velkominn hingað. 31 00:05:02,093 --> 00:05:07,306 Gleymdu fölsku kurteisinni. Það er pútnahús skammt frá. 32 00:05:07,390 --> 00:05:11,144 Þar finn ég rúm og við sofum báðir betur. 33 00:05:15,440 --> 00:05:20,486 Stenstu ekki norðangálurnar? Ef þú vilt rauðkur mæli ég með Ros. 34 00:05:20,570 --> 00:05:25,950 Vildirðu fylgja mér úr hlaði? Herranum er illa við fjölskyldu mína. 35 00:05:26,034 --> 00:05:30,079 -Hann er ekki minn herra. -Nei, auðvitað ekki. 36 00:05:30,163 --> 00:05:33,458 Hvers vegna tók lafði Stark ekki á móti mér? 37 00:05:33,541 --> 00:05:35,084 Henni leið illa. 38 00:05:35,168 --> 00:05:36,961 Hvert fór hún eiginlega? 39 00:05:37,045 --> 00:05:39,589 -Ferðir lafði minnar... -Lafði þinnar? 40 00:05:41,049 --> 00:05:44,052 Þú sýnir föngurum þínum mikla hollustu. 41 00:05:44,135 --> 00:05:46,346 Hvað ætli Balon Greyjoy segði 42 00:05:46,429 --> 00:05:50,808 ef hann sæi að eini lifandi sonurinn væri orðinn undirlægja? 43 00:05:50,892 --> 00:05:54,812 Ég man hvernig floti föður míns brann í Lannishöfn. 44 00:05:54,896 --> 00:05:58,566 -Frændur þínir báru ábyrgð. -Það hefur verið fögur sjón. 45 00:05:58,649 --> 00:06:04,906 Fátt fegurra en að sjá sjómenn brenna lifandi. Stórsigur fyrir ykkur. 46 00:06:04,989 --> 00:06:06,365 Verst hvernig allt fór. 47 00:06:06,783 --> 00:06:10,119 -Þið voruð tífalt fleiri. -Heimskuleg uppreisn. 48 00:06:10,203 --> 00:06:14,415 Faðir þinn áttaði sig á því þegar bræður þínir féllu. 49 00:06:14,499 --> 00:06:17,794 Nú ertu hérna, orðinn skjaldsveinn óvinarins. 50 00:06:17,877 --> 00:06:19,670 Gættu þín, Púki. 51 00:06:19,754 --> 00:06:22,840 Ég hef móðgað þig. Afsakaðu. Erfiður morgunn. 52 00:06:23,966 --> 00:06:25,927 Hvað um það, ekki örvænta. 53 00:06:26,010 --> 00:06:30,765 Ég veld föður mínum stöðugum vonbrigðum og lærði að lifa með því. 54 00:06:30,848 --> 00:06:36,104 Ég splæsi í næsta drátt hjá Ros. Ég reyni að ofkeyra hana ekki. 55 00:06:48,699 --> 00:06:52,161 Fótleggur. Öxl. Fótleggur. 56 00:06:53,454 --> 00:06:58,126 Vinstri fót fram. Hallaðu þér inn í höggið af fullum þunga. 57 00:06:59,210 --> 00:07:01,462 Hvað í vítunum sjö er þetta? 58 00:07:02,797 --> 00:07:05,091 Það þarf áttunda vítið fyrir hann. 59 00:07:06,759 --> 00:07:11,681 -Segðu til nafns. -Samwell Tarly frá Hornhæð. 60 00:07:11,764 --> 00:07:13,307 Ég var frá Hornhæð. 61 00:07:14,600 --> 00:07:19,021 -Ég vil ganga í ykkar raðir. -Eða ganga í matarbirgðirnar. 62 00:07:19,105 --> 00:07:22,316 Þú ert varla verri en þú lítur út fyrir að vera. 63 00:07:23,943 --> 00:07:25,903 Sjáum hvað hann getur. 64 00:07:34,996 --> 00:07:39,625 -Ég gefst upp. Ekki meira. -Stattu upp og taktu sverðið. 65 00:07:40,918 --> 00:07:43,254 Sláðu hann þar til hann stendur. 66 00:07:52,471 --> 00:07:55,558 Það er víst skortur á veiðiþjófum og þjófum. 67 00:07:55,641 --> 00:08:00,062 Við fáum send hrínandi svín. Sláðu hann aftur, fastar. 68 00:08:02,815 --> 00:08:07,236 -Ég gefst upp. -Þetta er nóg. Hann gafst upp. 69 00:08:09,238 --> 00:08:11,991 Bastarðurinn er ástfanginn. 70 00:08:14,160 --> 00:08:20,041 Viltu verja ástmey þína, Snow? Gerum æfingu úr þessu. Þið tveir. 71 00:08:20,124 --> 00:08:24,670 Þrír menn ættu að geta fengið gyltuna til að hrína. 72 00:08:24,754 --> 00:08:27,465 Ef þið komist fram hjá bastarðinum. 73 00:08:30,384 --> 00:08:32,511 -Ertu viss um þetta? -Nei. 74 00:08:46,234 --> 00:08:49,111 Ég gefst upp. Ég gefst upp. 75 00:08:51,322 --> 00:08:56,118 Þetta er nóg. Þrífðu vopnabúrið. Þú dugar ekki til neins annars. 76 00:09:00,539 --> 00:09:02,708 -Vel barist. -Haltu kjafti. 77 00:09:07,505 --> 00:09:10,508 -Meiddu þeir þig? -Það hefur verið verra. 78 00:09:12,051 --> 00:09:14,553 Þú mátt kalla mig Sam, ef þú vilt. 79 00:09:15,972 --> 00:09:17,139 Mamma kallar mig Sam. 80 00:09:17,598 --> 00:09:20,685 Þetta skánar ekkert. Þú þarft að verja þig. 81 00:09:20,768 --> 00:09:22,311 Því barðistu ekki? 82 00:09:23,604 --> 00:09:27,233 Ég vildi það en ég gat það ekki. 83 00:09:27,316 --> 00:09:31,237 -Hvers vegna ekki? -Því að ég er heigull. 84 00:09:33,948 --> 00:09:37,410 -Svo segir pabbi. -Veggurinn er ekki fyrir heigla. 85 00:09:37,994 --> 00:09:39,120 Ég veit. Afsakið. 86 00:09:39,203 --> 00:09:42,081 Ég vildi þakka þér fyrir. 87 00:09:53,134 --> 00:09:57,513 -Helvítis gungan. -Hinir sáu okkur tala við hann. 88 00:09:57,596 --> 00:10:00,766 -Þeir álíta okkur gungur. -Þú ert of heimskur til þess. 89 00:10:01,309 --> 00:10:05,313 -Þú ert of heimskur... -Fljótur, fyrir sumarlok. 90 00:10:06,772 --> 00:10:08,858 Komdu hingað! 91 00:10:42,058 --> 00:10:46,854 Vaes Dothrak. Borg reiðherranna. 92 00:10:47,938 --> 00:10:53,235 Haugar af mold, skít og sprekum. Geta villimennirnir ekki betur? 93 00:10:53,319 --> 00:10:57,114 Þetta er mín þjóð. Ekki kalla þau villimenn. 94 00:10:57,198 --> 00:10:59,742 Ég kalla mína þjóð hvað sem ég vil. 95 00:10:59,825 --> 00:11:05,039 Þetta er minn her. Khal Drogo fer í öfuga átt með herinn minn. 96 00:11:24,642 --> 00:11:30,147 Ef bróðir minn fengi Dóþrakaher, gætuð þið sigrað ríkin sjö? 97 00:11:31,273 --> 00:11:34,068 Dóþrakar hafa aldrei farið yfir Mjóahaf. 98 00:11:34,151 --> 00:11:36,695 Þeir óttast vatn sem hestar drekka ekki. 99 00:11:36,779 --> 00:11:37,863 Ef þeir gerðu það? 100 00:11:39,698 --> 00:11:43,285 Robert er nógu heimskur til að mæta þeim á vígvelli 101 00:11:43,369 --> 00:11:45,454 en ráðgjafar hans ekki. 102 00:11:45,538 --> 00:11:49,792 -Þekkirðu ráðgjafa hans? -Ég barðist með þeim eitt sinn. 103 00:11:49,875 --> 00:11:54,338 Fyrir löngu. En nú vill Ned Stark höfuðið af mér. 104 00:11:54,422 --> 00:11:57,341 Hann hrakti mig að heiman. 105 00:11:58,676 --> 00:12:02,263 -Þú seldir þræla. -Já. 106 00:12:05,391 --> 00:12:10,688 -Hvers vegna? -Ég átti ekkert fé en fjárfreka konu. 107 00:12:10,771 --> 00:12:16,485 -Hvar er hún núna? -Á öðrum stað með öðrum manni. 108 00:12:23,242 --> 00:12:24,910 -Yðar náð. -Já, elskan. 109 00:12:25,578 --> 00:12:30,040 -Þú ert kallaður síðasti drekinn. -Það er satt. 110 00:12:32,126 --> 00:12:38,048 -Ertu með drekablóð í æðum? -Það er mjög líklegt. 111 00:12:40,134 --> 00:12:44,680 Hvað varð um drekana? Ég heyrði að hugrakkir menn hefðu fellt þá. 112 00:12:48,559 --> 00:12:54,732 Hugrakkir menn drápu ekki drekana heldur sátu á baki þeirra. 113 00:12:54,815 --> 00:13:00,654 Flugu á þeim frá Valyríu og sköpuðu fremsta menningarheim sögunnar. 114 00:13:00,738 --> 00:13:05,284 Í eldi sterkasta drekans var Járnhásætið smíðað 115 00:13:05,367 --> 00:13:09,288 en valdaræninginn heldur því volgu fyrir mig. 116 00:13:09,371 --> 00:13:14,585 Sverð fallinna óvina, í þúsundatali, 117 00:13:14,668 --> 00:13:19,381 voru brædd saman eins og kerti. 118 00:13:22,468 --> 00:13:26,931 Mig hefur alltaf langað að sjá dreka. 119 00:13:27,014 --> 00:13:31,018 -Ég þrái ekkert heitar. -Er það ekki? 120 00:13:31,101 --> 00:13:34,897 -Hvers vegna dreka? -Þeir geta flogið. 121 00:13:34,980 --> 00:13:40,694 Þeir blaka bara vængjunum og geta farið eitthvað annað... 122 00:13:40,778 --> 00:13:42,780 langt í burtu. 123 00:13:45,407 --> 00:13:49,245 Og þeir geta drepið hvern sem er 124 00:13:49,328 --> 00:13:53,082 eða hvað sem reynir að særa þá. 125 00:13:53,165 --> 00:13:58,462 Það fuðrar upp og verður að engu, bráðnar bara... 126 00:13:58,546 --> 00:14:00,673 eins og kerti. 127 00:14:04,927 --> 00:14:08,973 Já, það myndi gleðja mig mjög að sjá dreka. 128 00:14:09,056 --> 00:14:13,561 Eftir 15 ár í vændishúsi hlýtur að gleðja þig að sjá til himins. 129 00:14:13,644 --> 00:14:16,647 Ég var ekki læst inni. Ég hef séð hluti. 130 00:14:16,730 --> 00:14:20,192 -Hvað hefurðu séð? -Mann frá Asshai. 131 00:14:20,276 --> 00:14:23,654 Með rýting úr ekta drekagleri. 132 00:14:23,737 --> 00:14:29,326 Ég hef séð mann sem skipti um andlit eins og aðrir skipta um föt. 133 00:14:29,410 --> 00:14:33,497 Ég hef séð sjóræningja klæddan í þyngd sína af gulli 134 00:14:33,581 --> 00:14:37,334 á skipi með seglum úr lituðu silki. 135 00:14:39,003 --> 00:14:41,005 En... 136 00:14:42,464 --> 00:14:46,010 -Hefurðu séð svoleiðis? -Sjóræningjaskip? 137 00:14:46,093 --> 00:14:49,179 -Dreka! -Nei. 138 00:14:51,265 --> 00:14:54,059 Nei, sá síðasti drapst áður en ég fæddist. 139 00:14:55,394 --> 00:14:59,732 En veistu hvað ég hef séð? Höfuðkúpur þeirra. 140 00:15:01,025 --> 00:15:04,069 Þær skreyttu krýningarsal Rauðavígis. 141 00:15:04,153 --> 00:15:06,071 Þegar ég var 3 eða 4 ára 142 00:15:06,155 --> 00:15:10,576 gekk pabbi með mig á milli þeirra og ég þuldi upp nöfnin. 143 00:15:10,659 --> 00:15:14,413 Ef ég náði öllum nöfnunum rétt fékk ég sælgæti. 144 00:15:14,496 --> 00:15:17,249 Þessir næst dyrunum klöktust út síðast 145 00:15:17,333 --> 00:15:21,670 og þeir voru misþroska, með höfuðkúpur á stærð við hunda. 146 00:15:25,090 --> 00:15:31,013 En nær Járnhásætinu urðu höfuðkúpurnar stærri. 147 00:15:31,096 --> 00:15:34,850 Og stærri og stærri. 148 00:15:37,144 --> 00:15:40,981 Þarna voru Ghiscar og Valryon. 149 00:15:42,274 --> 00:15:47,446 Vermithrax, Essovius, Archonei. 150 00:15:48,739 --> 00:15:51,950 Meraxes. 151 00:15:53,577 --> 00:15:58,832 Vhagar og Balerion ógurlegi. 152 00:16:00,125 --> 00:16:05,881 Eldur hans bræddi ríkin sjö í eitt. 153 00:16:11,387 --> 00:16:13,931 Hvað varð um höfuðkúpurnar? 154 00:16:16,225 --> 00:16:21,897 Veit það ekki. Valdaræninginn hefur látið brjóta þær í mél. 155 00:16:21,980 --> 00:16:23,982 Fleygt þeim út í vindinn. 156 00:16:27,486 --> 00:16:30,614 -Það er sorglegt. -Það er satt. 157 00:16:33,534 --> 00:16:39,623 -Keypti ég þig til að hryggja mig? -Nei, yðar tign. 158 00:16:39,707 --> 00:16:45,713 -Til að kenna systur þinni. -Kenna henni að verða betri elskhugi? 159 00:16:45,796 --> 00:16:49,133 Heldurðu að ég hafi keypt þig til að gleðja Drogo? 160 00:16:54,179 --> 00:16:56,515 Fallegi kjáninn þinn. 161 00:16:58,934 --> 00:17:01,103 Jæja þá. Áfram með þig. 162 00:17:11,113 --> 00:17:15,701 Dag einn situr maðurinn þinn þarna og þú situr við hlið hans. 163 00:17:16,744 --> 00:17:22,291 Og áður en langt um líður kynnirðu hirðinni son ykkar. 164 00:17:22,374 --> 00:17:25,836 Allir aðalsmenn Westeros mæta til að sjá prinsinn. 165 00:17:26,462 --> 00:17:28,213 En ef ég eignast dóttur? 166 00:17:28,297 --> 00:17:31,759 Guðirnir gefi að þú eignist margar dætur og syni. 167 00:17:31,842 --> 00:17:36,263 -Hvað ef ég eignast aðeins dætur? -Hafðu ekki áhyggjur af því. 168 00:17:36,346 --> 00:17:39,183 Móðir Jeyne Poole eignaðist fimm dætur. 169 00:17:39,266 --> 00:17:43,812 -Já, en það er afar ólíklegt. -En hvað ef? 170 00:17:43,896 --> 00:17:47,107 Ef þú eignast aðeins dætur 171 00:17:47,191 --> 00:17:50,444 færast völdin víst til yngri bróður Joffreys. 172 00:17:51,403 --> 00:17:56,200 -Og allir hata mig. -Enginn á eftir að hata þig. 173 00:17:56,283 --> 00:18:00,704 -Joffrey gerir það. -Vitleysa. Því segirðu svona? 174 00:18:03,040 --> 00:18:08,212 Vegna úlfanna? Ég hef sagt þér margoft að ógnarúlfar eru ekki... 175 00:18:08,295 --> 00:18:09,838 Hættu að tala um það. 176 00:18:11,590 --> 00:18:13,050 Manstu hvað þú lærðir? 177 00:18:15,969 --> 00:18:20,265 -Hver smíðaði Járnhásætið? -Aegon sigurvegari. 178 00:18:20,349 --> 00:18:23,727 -Hver reisti Rauðavígi? -Maegor grimmi. 179 00:18:23,811 --> 00:18:25,604 Hversu mörg ár tók... 180 00:18:25,687 --> 00:18:28,357 Voru afi minn og frændi ekki myrtir hér? 181 00:18:30,359 --> 00:18:34,029 Þeir voru myrtir samkvæmt skipun Aerys konungs. 182 00:18:34,112 --> 00:18:37,533 -Óða konungsins. -Almenningur kallaði hann það. 183 00:18:38,534 --> 00:18:40,410 Því voru þeir drepnir? 184 00:18:41,662 --> 00:18:46,542 -Ræddu þetta við föður þinn. -Ég vil aldrei ræða við hann framar. 185 00:18:46,625 --> 00:18:50,587 Sansa, þú fyrirgefur föður þínum með tímanum. 186 00:18:51,964 --> 00:18:53,257 Nei, aldrei. 187 00:18:54,424 --> 00:18:58,387 -Leikar Handarinnar skapa vanda. -Leikar konungsins. 188 00:18:58,470 --> 00:19:02,599 Höndin hefur engan áhuga á þessu. 189 00:19:02,683 --> 00:19:07,479 Hvað sem það kallast er borgin full af fólki og því fjölgar enn. 190 00:19:08,605 --> 00:19:13,902 Uppþot, pútnahússbruni, þrjár stungu- árásir og ólöglegar veðreiðar í gær. 191 00:19:13,986 --> 00:19:15,487 Skelfilegt. 192 00:19:15,571 --> 00:19:19,741 Ef þú getur ekki haldið friðinn þarf að leysa þig af. 193 00:19:19,825 --> 00:19:22,244 -Ég þarf fleiri menn. -Þú færð 50. 194 00:19:22,327 --> 00:19:24,454 -Baelish finnur fjármagn. -Nú? 195 00:19:24,538 --> 00:19:27,749 Þú fannst verðlaunafé og finnur friðargæslufé. 196 00:19:30,586 --> 00:19:34,089 Þú færð líka 20 menn frá mér þar til múgurinn fer. 197 00:19:34,173 --> 00:19:36,884 Takk, herra Hönd. Ég nýti mennina vel. 198 00:19:39,511 --> 00:19:44,474 -Ljúkum þessu af sem fyrst. -Ríkið hagnast á svona viðburðum. 199 00:19:44,558 --> 00:19:48,186 Þeir veita þeim fræknu vegsemd og fátækum dægradvöl. 200 00:19:48,270 --> 00:19:53,525 Öll gistihús eru full og hórurnar orðnar hjólbeinóttar. 201 00:19:53,609 --> 00:19:56,528 Leikarnir fylla án efa ýmsa vasa af gulli. 202 00:19:57,821 --> 00:20:00,115 Var þetta allt, herrar mínir? 203 00:20:11,084 --> 00:20:17,674 Þessi hiti. Á svona dögum öfunda ég ykkur Norðanmenn af sumarsnjónum. 204 00:20:17,758 --> 00:20:21,219 -Þar til á morgun. -Viltu ræða við mig um Jon Arryn? 205 00:20:22,721 --> 00:20:28,936 Arryn lávarð? Dauði hans sló okkur öll verulega. 206 00:20:29,019 --> 00:20:33,649 Ég hlúði sjálfur að honum en gat ekki bjargað honum. 207 00:20:34,942 --> 00:20:39,947 Þetta var mjög alvarleg og skyndileg sótt. 208 00:20:40,030 --> 00:20:44,660 Hann heimsótti mig kvöldið áður en hann lést. 209 00:20:44,743 --> 00:20:49,373 -Hann leitaði oft ráða hjá mér. -Hvers vegna? 210 00:20:51,583 --> 00:20:54,586 Ég hef verið stórmeistari árum saman. 211 00:20:54,670 --> 00:20:57,422 Ég hef ráðlagt æðstu stjórnendum... 212 00:20:57,506 --> 00:21:00,634 Hvað vildi Jon kvöldið áður en hann lést? 213 00:21:00,717 --> 00:21:04,388 -Hann vildi spyrja mig um bók. -Bók? 214 00:21:05,681 --> 00:21:11,228 -Hvaða bók? -Þú hefur engan áhuga á slíku. 215 00:21:11,311 --> 00:21:16,733 -Það er leiðindadoðrantur. -Nei, ég vil lesa þessa bók. 216 00:21:19,695 --> 00:21:22,781 Ættartal og saga 217 00:21:22,864 --> 00:21:26,076 helstu ættanna í ríkjunum sjö 218 00:21:26,159 --> 00:21:29,913 með lýsingum á helstu herrum 219 00:21:29,997 --> 00:21:34,084 og göfugum dömum og börnum þeirra. 220 00:21:51,643 --> 00:21:57,816 Harkon Umber fyrsti, sonur Hothers Umber og Amaryllis Umber 221 00:21:57,899 --> 00:22:02,320 árið 183 eftir að Aegon steig á land, í Efstabæ. 222 00:22:02,404 --> 00:22:04,781 Blá augu, brúnt hár og föl húð. 223 00:22:05,657 --> 00:22:09,536 Lést á 14. ári eftir áverka sem hlutust í bjarnarveiði. 224 00:22:09,619 --> 00:22:13,331 Eins og ég sagði er þetta leiðindalestur. 225 00:22:13,415 --> 00:22:16,793 Sagði Jon Arryn af hverju hann vildi lesa þetta? 226 00:22:16,877 --> 00:22:19,004 Nei, herra og ég spurði ekki. 227 00:22:19,087 --> 00:22:21,131 -En dauði Jons? -Harmleikur. 228 00:22:21,214 --> 00:22:23,925 Sagði hann eitthvað undir það síðasta? 229 00:22:24,009 --> 00:22:29,389 Ekkert mikilvægt. En hann endurtók ákveðið orðtak. 230 00:22:30,682 --> 00:22:35,812 -Sæðið er ríkjandi, minnir mig. -Sæðið er ríkjandi? 231 00:22:36,730 --> 00:22:41,860 -Hvað þýðir það? -Deyjandi menn eru vitskertir. 232 00:22:42,736 --> 00:22:48,450 Hinstu orð manna eru líklega ekki mikilvægari en þau fyrstu. 233 00:22:48,533 --> 00:22:53,038 -Voru þetta náttúrulegar orsakir? -Hvað annað gæti það verið? 234 00:22:54,915 --> 00:22:59,002 -Eitur. -Það er skelfileg tilhugsun. 235 00:22:59,086 --> 00:23:04,049 Nei, það er ólíklegt. Allir dáðu Höndina. 236 00:23:04,132 --> 00:23:08,678 -Hvers konar maður hefði þorað það? -Er eitur ekki vopn kvenna? 237 00:23:08,762 --> 00:23:14,726 Jú, það er vopn kvenna, hugleysingja og geldinga. 238 00:23:16,478 --> 00:23:20,732 -Vissirðu að Varys væri geldingur? -Allir vita það. 239 00:23:20,816 --> 00:23:23,777 Já, að sjálfsögðu. 240 00:23:23,860 --> 00:23:29,032 Ég skil ekki hvernig slíkur maður endaði í konungsráðinu. 241 00:23:29,116 --> 00:23:33,537 -Ég hef tafið þig nógu lengi. -Nei, herra. Minn er heiðurinn. 242 00:23:33,620 --> 00:23:37,541 Þakka þér fyrir. Ég rata út. 243 00:24:00,105 --> 00:24:04,401 Syrio segir að vatnadansari geti staðið á tá tímunum saman. 244 00:24:04,484 --> 00:24:06,736 Vont að detta niður tröppurnar. 245 00:24:06,820 --> 00:24:10,323 Syrio segir hvert sár styrkja og bæta mig. 246 00:24:12,117 --> 00:24:16,496 -Ég elti ketti á morgun. -Ketti? Syrio segir... 247 00:24:16,580 --> 00:24:21,918 Að hver nemi ætti að stúdera ketti. Þeir eru hljóðlátir og fisléttir. 248 00:24:22,002 --> 00:24:26,047 -Það þarf hraða til að ná þeim. -Það er rétt hjá honum. 249 00:24:26,131 --> 00:24:30,594 Nú þegar Bran er vaknaður, flytur hann hingað til okkar? 250 00:24:32,345 --> 00:24:37,934 -Hann þarf að safna kröftum. -Hann vill verða Konungsvörður. 251 00:24:38,018 --> 00:24:41,938 -Getur hann það nokkuð núna? -Nei. 252 00:24:44,107 --> 00:24:48,361 Einn daginn gæti hann orðið lávarður einhvers virkis 253 00:24:48,445 --> 00:24:53,700 eða setið í konungsráðinu eða látið reisa kastala. 254 00:24:53,783 --> 00:24:59,164 -Eins og Brandon byggingameistari. -Get ég orðið lávarður virkis? 255 00:25:03,251 --> 00:25:07,923 Þú giftist göfugum lávarði og stýrir kastala hans. 256 00:25:08,006 --> 00:25:13,428 Þá verða synir þínir riddarar, prinsar og lávarðar. 257 00:25:15,347 --> 00:25:18,934 Nei, það hentar mér ekki. 258 00:25:42,958 --> 00:25:44,459 Halló. 259 00:25:46,253 --> 00:25:49,214 Alliser sagði mér að standa vörð með þér. 260 00:25:50,966 --> 00:25:55,387 En ég vara þig við. Ég er ekki með góða sjón. 261 00:25:57,222 --> 00:26:00,558 Komdu og stattu við eldinn. Hér er hlýrra. 262 00:26:00,642 --> 00:26:04,688 -Ég hef það fínt hérna. -Vitleysa. Þér er ískalt. 263 00:26:16,950 --> 00:26:22,664 -Ég er lofthræddur. -Þú getur ekki barist og sérð illa. 264 00:26:23,581 --> 00:26:26,418 Lofthræddur og smeykur við allt. 265 00:26:27,502 --> 00:26:29,713 Hvað ertu að gera hérna, Sam? 266 00:26:34,801 --> 00:26:39,264 Þegar ég varð 18 ára kom faðir minn til mín. 267 00:26:39,347 --> 00:26:42,976 "Þú ert næstum orðinn maður," sagði hann við mig. 268 00:26:43,059 --> 00:26:47,314 ←En þú ert ekki verðugur jarða minna og titils. 269 00:26:47,397 --> 00:26:52,986 Á morgun sverðu svarteiðinn, afneitar öllum arfi og ferð norður. 270 00:26:54,279 --> 00:26:58,700 Ef þú gerir það ekki," sagði hann, 271 00:26:58,783 --> 00:27:01,161 ←þá skipuleggjum við veiði. 272 00:27:01,244 --> 00:27:06,416 og einhvers staðar í skóginum detturðu af hestbaki og deyrð. 273 00:27:09,377 --> 00:27:13,631 Eða svo segi ég móður þinni. Ekkert myndi gleðja mig meira." 274 00:27:19,596 --> 00:27:23,099 Lætur Alliser mig ekki berjast aftur á morgun? 275 00:27:23,767 --> 00:27:28,021 -Jú, hann gerir það. -Mér mun ekkert fara fram. 276 00:27:29,981 --> 00:27:32,901 Jæja, þú verður nú varla verri. 277 00:27:43,370 --> 00:27:46,873 Ég heyrði að þú værir að lesa leiðindabók. 278 00:27:48,458 --> 00:27:52,045 -Pycelle talar of mikið. -Hann þegir aldrei. 279 00:27:52,128 --> 00:27:55,173 Þekkirðu Ser Hugh af Dalnum? 280 00:27:55,256 --> 00:27:57,175 Kemur ekki á óvart. 281 00:27:57,258 --> 00:28:01,679 Þar til nýlega var hann aðeins skjaldsveinn Jons Arryn. 282 00:28:01,763 --> 00:28:06,601 Hann var sleginn til riddara strax eftir dauða herra síns. 283 00:28:06,684 --> 00:28:08,061 Fyrir hvað? 284 00:28:09,771 --> 00:28:13,400 -Því segirðu mér það? -Ég lofaði Cat að hjálpa þér. 285 00:28:13,483 --> 00:28:17,987 -Hvar er Hugh? Ég vil ræða við hann. -Afar slæm hugmynd. 286 00:28:18,071 --> 00:28:22,033 Sérðu drenginn þarna? Hann er einn af smáfuglum Varys. 287 00:28:23,368 --> 00:28:26,913 Kóngulóin hefur mikinn áhuga á ferðum þínum. 288 00:28:26,996 --> 00:28:32,127 Sjáðu þennan. Hann tilheyrir drottningunni. 289 00:28:32,210 --> 00:28:37,674 -Sérðu systurina sem þykist lesa? -Frá Varys eða drottningunni? 290 00:28:37,757 --> 00:28:41,261 Nei, hún er á mínum vegum. 291 00:28:42,512 --> 00:28:46,015 Treystirðu einhverjum í þinni þjónustu fullkomlega? 292 00:28:47,642 --> 00:28:51,729 -Já. -Skynsamlegra svarið er nei. 293 00:28:51,813 --> 00:28:56,317 Komdu skilaboðum hljóðlega til þessa fyrirmyndarþjóns. 294 00:28:56,943 --> 00:28:58,570 Láttu hann ræða við Hugh. 295 00:28:58,653 --> 00:29:03,074 Svo þarf hann að heimsækja ákveðinn brynjusmið í borginni. 296 00:29:03,158 --> 00:29:06,703 -Hann býr í stóru húsi á Stálstræti. -Hvers vegna? 297 00:29:06,786 --> 00:29:11,040 Ég hef augu víða og hugsanlega sá einhver Arryn 298 00:29:11,124 --> 00:29:15,336 heimsækja brynjusmiðinn nokkrum sinnum fyrir andlátið. 299 00:29:16,838 --> 00:29:19,591 Kannski var rangt að vantreysta þér. 300 00:29:19,674 --> 00:29:23,803 Að vantreysta mér var það gáfulegasta sem þú hefur gert hérna. 301 00:29:31,978 --> 00:29:38,943 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29... 302 00:29:39,027 --> 00:29:41,070 -Ser Hugh? -30, 31. 303 00:29:41,154 --> 00:29:43,948 -Ser Hugh? -Þú sérð að ég er upptekinn. 304 00:29:44,032 --> 00:29:48,536 Ég kom fyrir hönd Eddards Stark, Handar konungsins. 305 00:29:49,329 --> 00:29:51,289 Ég er yfirvörður hans. 306 00:29:51,372 --> 00:29:55,418 -Ég náði ekki nafninu, Ser... -Ég er ekki riddari. 307 00:29:55,502 --> 00:29:58,588 Ég skil. Það vill svo til að ég er riddari. 308 00:30:04,219 --> 00:30:08,681 Hann sagðist aðeins tala við þig þar sem hann er riddari. 309 00:30:08,765 --> 00:30:10,225 Jæja, riddari. 310 00:30:10,308 --> 00:30:16,856 Þeir eru eins og hanar á hól hérna þótt þeir hafi aldrei lent í átökum. 311 00:30:16,940 --> 00:30:18,983 Þú ættir ekki að vera hér. 312 00:30:19,067 --> 00:30:21,903 -Það eru augu alls staðar. -Þau mega horfa. 313 00:30:24,280 --> 00:30:26,991 Fyrri Höndin heimsótti mig oft. 314 00:30:27,075 --> 00:30:30,787 En hann heiðraði mig þó ekki með viðskiptum. 315 00:30:30,870 --> 00:30:34,707 -Hvað vildi Arryn? -Hann heimsótti alltaf drenginn. 316 00:30:34,791 --> 00:30:38,044 -Ég vil líka hitta hann. -Sjálfsagt, herra. 317 00:30:39,337 --> 00:30:40,713 Gendry! 318 00:30:45,218 --> 00:30:50,557 Hér er hann. Sterkur miðað við aldur og harðduglegur. 319 00:30:50,640 --> 00:30:53,351 Sýndu Hendinni hjálminn sem þú smíðaðir. 320 00:31:06,531 --> 00:31:09,450 -Stólpagripur. -Hann er ekki til sölu. 321 00:31:09,534 --> 00:31:11,244 Hann er Hönd konungs. 322 00:31:11,327 --> 00:31:14,581 -Ef hann vill hjálminn... -Hann er handa mér. 323 00:31:14,664 --> 00:31:18,126 -Afsakaðu þetta. -Ekkert að afsaka. 324 00:31:18,710 --> 00:31:22,505 Þegar Arryn heimsótti þig, um hvað rædduð þið? 325 00:31:22,589 --> 00:31:25,925 -Hann spurði bara spurninga. -Um hvað? 326 00:31:28,761 --> 00:31:33,766 Um vinnuna og meðferðina á mér og hvort mér liði vel hérna. 327 00:31:36,811 --> 00:31:40,189 -Svo spurði hann um móður mína. -Móður þína? 328 00:31:41,482 --> 00:31:45,153 -Hver hún var og útlit hennar. -Hverju svaraðir þú? 329 00:31:47,155 --> 00:31:51,367 Hún dó þegar ég var ungur. Hún var ljóshærð. 330 00:31:52,493 --> 00:31:54,579 Stundum söng hún fyrir mig. 331 00:31:58,249 --> 00:31:59,667 Líttu á mig. 332 00:32:10,261 --> 00:32:12,388 Haltu áfram að vinna, vinur. 333 00:32:13,765 --> 00:32:17,268 Ef hann vill beita sverði frekar en að smíða það 334 00:32:18,061 --> 00:32:19,812 sendirðu hann til mín. 335 00:32:24,776 --> 00:32:26,319 Fannstu eitthvað? 336 00:32:28,071 --> 00:32:30,448 Lausaleiksson Roberts konungs. 337 00:32:37,288 --> 00:32:42,710 Til konungs frá Stark lávarði. Tekur þú við þessu? 338 00:32:44,253 --> 00:32:47,382 Hlustaðu á þetta. Heyrirðu í þeim? 339 00:32:51,094 --> 00:32:53,638 Hversu margar eru inni hjá honum? 340 00:32:55,348 --> 00:32:56,849 Giskaðu. 341 00:32:56,933 --> 00:32:58,851 Þrjár eða fjórar. 342 00:33:01,145 --> 00:33:03,856 Hann gerir þetta þegar ég er á vakt. 343 00:33:03,940 --> 00:33:06,776 Lætur mig hlusta á sig smána systur mína. 344 00:33:11,781 --> 00:33:14,826 -Fyrirgefðu... -Þarf ég að fyrirgefa eitthvað? 345 00:33:17,078 --> 00:33:21,749 -Við höfum hist áður. -Skrýtið. Ég man ekki eftir því. 346 00:33:21,833 --> 00:33:25,920 Í umsátrinu um Pyke. Við börðumst hlið við hlið einn daginn. 347 00:33:27,714 --> 00:33:29,716 -Þar fékkstu örið. -Já. 348 00:33:30,591 --> 00:33:34,429 -Eftir einn úr hópi Greyjoys. -Grimmir hórusynir. 349 00:33:34,512 --> 00:33:37,390 -Þeir eru morðóðir. -Við bættum úr því. 350 00:33:38,891 --> 00:33:44,397 Það var hörkubardagi. Manstu hvernig Thoros frá Myr ruddist fram? 351 00:33:44,480 --> 00:33:48,609 Með logandi sverð. Ég gleymi þeirri sjón aldrei. 352 00:33:48,693 --> 00:33:51,612 Ég sá yngsta son Greyjoys að Vetrarfelli. 353 00:33:52,113 --> 00:33:54,449 Eins og að sjá hákarl á fjallstindi. 354 00:33:54,532 --> 00:33:57,785 -Theon er góður drengur. -Ég efast um það. 355 00:34:02,707 --> 00:34:07,670 Þú lyktar örugglega eins og brómberjasulta. Lof mér að þefa. 356 00:34:09,839 --> 00:34:12,884 Getur þú tekið við skilaboðunum frá Stark? 357 00:34:12,967 --> 00:34:14,886 Ég þjóna ekki Stark. 358 00:34:38,576 --> 00:34:42,121 -Hvar varst þú? -Ég stóð vaktina með Sam. 359 00:34:42,205 --> 00:34:45,374 -Hvar er Kótelettan? -Hann var ekki svangur. 360 00:34:45,458 --> 00:34:47,919 -Óhugsandi. -Þetta er nóg. 361 00:34:55,551 --> 00:34:57,929 Sam er ekki frábrugðinn okkur. 362 00:34:58,012 --> 00:35:02,099 Hann var hvergi velkominn svo hann kom hingað. 363 00:35:02,183 --> 00:35:07,438 Nú hættum við að meiða hann, sama hvað Thorne segir. 364 00:35:07,522 --> 00:35:12,902 -Hann er bróðir og við gætum hans. -Þú ert ástfanginn, Snow lávarður. 365 00:35:15,071 --> 00:35:17,907 Sama hvað þið stelpurnar gerið, 366 00:35:17,990 --> 00:35:22,745 ef Thorne lætur mig berjast við gyltuna sker ég mér beikonsneið. 367 00:35:45,977 --> 00:35:48,521 Enginn snertir Sam. 368 00:36:02,994 --> 00:36:04,537 Hvað ertu að slóra? 369 00:36:15,214 --> 00:36:16,757 Ráðstu á hann! 370 00:36:26,475 --> 00:36:28,477 Þú þarna. Taktu við. 371 00:36:33,524 --> 00:36:34,942 Sláðu mig. 372 00:36:36,485 --> 00:36:38,279 Gerðu það, sláðu mig. 373 00:36:40,656 --> 00:36:43,826 Ég gefst upp. Ég gefst upp. 374 00:36:44,160 --> 00:36:46,037 Ég gefst upp. 375 00:36:50,207 --> 00:36:52,293 Finnst þér þetta fyndið? 376 00:36:56,464 --> 00:37:00,843 Þegar þið standið norðan Veggjar og sólin gengur til viðar, 377 00:37:00,927 --> 00:37:05,514 viljið þið hafa mann að baki ykkur eða kjökrandi dreng? 378 00:37:19,779 --> 00:37:25,076 Læturðu hóru skipa mér fyrir? Ég hefði átt að afhausa hana. 379 00:37:25,159 --> 00:37:28,955 -Fyrirgefðu, ég hlýddi þér bara. -Allt í lagi. 380 00:37:29,038 --> 00:37:31,666 -Irri, fylgdu henni út. -Já, Khaleesi. 381 00:37:35,461 --> 00:37:38,839 -Því slóstu hana? -Hve oft þarf ég að segja það? 382 00:37:38,923 --> 00:37:42,134 -Þú skipar mér ekki fyrir. -Ég gerði það ekki. 383 00:37:42,218 --> 00:37:43,594 Ég vildi bjóða þér í mat. 384 00:37:44,136 --> 00:37:45,972 -Hvað er þetta? -Gjöf. 385 00:37:46,055 --> 00:37:51,018 -Ég lét útbúa þetta handa þér. -Viltu klæða mig í Dóþrakalarfa? 386 00:37:51,102 --> 00:37:55,690 -Það er mykjuþefur af þessu öllu. -Hættu þessu! 387 00:37:55,773 --> 00:37:58,943 Viltu laga mig að þeim og flétta á mér hárið? 388 00:37:59,026 --> 00:38:02,238 Þú hefur ekki rétt á fléttum án nokkurra sigra. 389 00:38:02,321 --> 00:38:05,116 Þú brúkar ekki munn við mig. 390 00:38:06,867 --> 00:38:10,997 Þú ert bara dækja reiðherrans og nú hefurðu vakið drekann. 391 00:38:17,044 --> 00:38:20,381 Ég er Khaleesi Dóþrakanna. 392 00:38:20,464 --> 00:38:25,636 Ég er eiginkona hins mikla Khals og ber son hans undir belti. 393 00:38:25,720 --> 00:38:29,390 Næst þegar þú leggur hendur á mig 394 00:38:29,473 --> 00:38:33,269 verður það í síðasta sinn sem þú hefur hendur. 395 00:38:40,526 --> 00:38:43,988 Ég veit að sumir yfirmannanna fara í vændishúsið. 396 00:38:44,071 --> 00:38:46,490 Það er mjög líklegt. 397 00:38:46,574 --> 00:38:48,659 Er það ekki ósanngjarnt? 398 00:38:49,201 --> 00:38:54,165 Við sverjum skírlífi á meðan þeir laumast til að fá sér á broddinn. 399 00:38:54,248 --> 00:38:55,708 Fá sér á broddinn? 400 00:38:55,791 --> 00:38:59,378 Þurfum við að vera skírlífir til að vernda Vegginn? 401 00:39:00,504 --> 00:39:04,258 -Það er fáránlegt. -Ég vissi ekki að þú tækir því illa. 402 00:39:05,593 --> 00:39:09,930 -Því ekki? Því að ég er feitur? -Nei. 403 00:39:10,014 --> 00:39:15,394 Ég er hrifinn af stelpum eins og þú þótt þær heillist ekki af mér. 404 00:39:18,647 --> 00:39:21,442 Ég hef aldrei verið við kvenmann kenndur. 405 00:39:23,235 --> 00:39:26,447 -Þú hefur verið með hundrað. -Nei. 406 00:39:29,158 --> 00:39:34,455 Það vill svo til að ég er í sömu sporum og þú. 407 00:39:34,538 --> 00:39:39,710 -Ég á bágt með að trúa því. -En ég hef komist nálægt því. 408 00:39:40,377 --> 00:39:44,298 Ég var einn í herbergi með nakinni stúlku en... 409 00:39:44,381 --> 00:39:48,219 -Fannstu ekki rétta gatið? -Ég veit hvað á að gera. 410 00:39:48,302 --> 00:39:50,638 Var hún gömul og ljót? 411 00:39:52,973 --> 00:39:57,061 Ung og gullfalleg. Hóra sem heitir Ros. 412 00:40:00,272 --> 00:40:03,109 -Hvernig var hárliturinn? -Rauður. 413 00:40:03,192 --> 00:40:05,319 Mér líkar rautt hár. 414 00:40:06,195 --> 00:40:09,365 Hvað með, þú veist... á henni... 415 00:40:09,990 --> 00:40:12,451 -Þú vilt ekki vita það. -Svo flott? 416 00:40:12,535 --> 00:40:13,911 -Flottari. -Æ, nei. 417 00:40:16,163 --> 00:40:21,710 Hvers vegna naustu ekki ásta með þessari Ros með fullkomnu... 418 00:40:23,420 --> 00:40:26,215 -Hvað heiti ég? -Jon Snow? 419 00:40:27,883 --> 00:40:31,095 Af hverju er eftirnafnið mitt Snow? 420 00:40:31,178 --> 00:40:35,266 Vegna þess að þú ert bastarður að norðan. 421 00:40:37,476 --> 00:40:40,020 Ég hef aldrei hitt móður mína. 422 00:40:40,104 --> 00:40:43,149 Faðir minn sagði mér ekki nafn hennar. 423 00:40:43,232 --> 00:40:45,651 Ég veit ekki hvort hún er á lífi. 424 00:40:47,444 --> 00:40:51,157 Ég veit ekki hvort hún er aðalskona eða veiðimannsfrú. 425 00:40:53,325 --> 00:40:54,952 Eða hóra. 426 00:40:57,454 --> 00:41:02,835 Ég sat þarna á vændishúsinu á meðan Ros afklæddi sig. 427 00:41:04,461 --> 00:41:08,924 En ég gat þetta ekki því ég hugsaði ekki um annað en... 428 00:41:09,925 --> 00:41:12,344 hvað ef ég barnaði hana? 429 00:41:12,428 --> 00:41:17,600 Ef hún eignaðist barn? Annan bastarð að nafni Snow? 430 00:41:21,937 --> 00:41:24,607 Það er ekki gott líf fyrir barn. 431 00:41:29,862 --> 00:41:33,490 Svo þú fannst ekki rétta gatið? 432 00:41:39,997 --> 00:41:41,540 Er gaman hjá ykkur? 433 00:41:44,084 --> 00:41:46,253 Ykkur virðist vera kalt. 434 00:41:46,962 --> 00:41:48,964 Það er dálítið napurt. 435 00:41:49,048 --> 00:41:53,510 Dálítið napurt? Við eldinn, innandyra. 436 00:41:53,594 --> 00:41:55,429 Það er enn sumar. 437 00:41:56,680 --> 00:41:59,308 Munið þið eftir síðasta vetri? 438 00:42:00,601 --> 00:42:05,022 -Hvað er langt síðan? 10 ár? -Ég man eftir honum. 439 00:42:06,315 --> 00:42:08,859 Var hann harður að Vetrarfelli? 440 00:42:08,943 --> 00:42:14,323 Var ykkur stundum kalt sama hvað þjónarnir kveiktu marga elda? 441 00:42:14,406 --> 00:42:17,785 -Ég kveikti eigin elda. -Aðdáunarvert. 442 00:42:18,452 --> 00:42:23,749 Ég var í hálft ár þarna úti norðan Veggjar síðasta vetur. 443 00:42:25,167 --> 00:42:27,836 Ég átti að vera í tvær vikur. 444 00:42:27,920 --> 00:42:31,757 Sagt var að Mance Rayder myndi ráðast á Austurvaktina. 445 00:42:31,840 --> 00:42:37,179 Við leituðum að mönnum hans til að fanga þá og fá upplýsingar. 446 00:42:37,263 --> 00:42:41,850 Villingarnir sem berjast fyrir Mance eru harðari en þið getið orðið. 447 00:42:43,269 --> 00:42:48,399 Þeir þekkja landið betur en við og vissu af yfirvofandi storminum. 448 00:42:49,275 --> 00:42:52,611 Þeir földu sig í hellunum á meðan hann gekk yfir. 449 00:42:54,196 --> 00:42:56,573 En við lentum í storminum miðjum. 450 00:42:56,657 --> 00:43:02,663 Vindurinn var svo sterkur að hann sleit feiknastór tré upp með rótum. 451 00:43:02,746 --> 00:43:08,669 Ef þú fórst úr hönskunum til þess að pissa misstirðu fingur í frostinu 452 00:43:08,752 --> 00:43:10,337 í stöðugu myrkri. 453 00:43:13,924 --> 00:43:17,803 Þið vitið ekkert um kulda. Hvorugur ykkar. 454 00:43:20,973 --> 00:43:23,183 Hestarnir drápust fyrstir. 455 00:43:25,561 --> 00:43:28,856 Við gátum ekki gefið þeim að éta eða yljað þeim. 456 00:43:30,607 --> 00:43:33,193 Það var auðvelt að éta hestana. 457 00:43:35,279 --> 00:43:38,532 En seinna, þegar við fórum að týna lífi... 458 00:43:39,199 --> 00:43:40,617 Það var ekki auðvelt. 459 00:43:43,287 --> 00:43:46,498 Við hefðum átt að taka pilta eins og ykkur með. 460 00:43:51,420 --> 00:43:56,467 Feita drengi eins og þig. Þú hefðir dugað í hálfan mánuð 461 00:43:56,550 --> 00:43:59,553 og við hefðum enn átt bein eftir í súpuna. 462 00:44:02,139 --> 00:44:04,933 Bráðum kemur annar hópur nýliða. 463 00:44:05,017 --> 00:44:10,439 Þá finnur Foringinn réttu stöðurnar handa ykkur 464 00:44:10,522 --> 00:44:14,985 og þið verðið kallaðir menn Næturvaktarinnar 465 00:44:15,069 --> 00:44:18,280 en þið eruð flón ef þið trúið því. 466 00:44:18,364 --> 00:44:23,077 Þið eruð enn drengir og þegar vetur kemur munuð þið deyja... 467 00:44:25,496 --> 00:44:27,206 eins og flugur. 468 00:44:33,837 --> 00:44:37,424 Ég sló hann. Ég sló drekann. 469 00:44:37,508 --> 00:44:40,427 Rhaegar bróðir þinn var síðasti drekinn. 470 00:44:40,511 --> 00:44:42,638 Viserys er varla snáksskuggi. 471 00:44:42,721 --> 00:44:46,433 -Hann er réttborinn konungur. -Segðu nú satt. 472 00:44:47,101 --> 00:44:50,396 Viltu sjá bróður þinn sitja í Járnhásætinu? 473 00:44:51,105 --> 00:44:52,689 Nei. 474 00:44:53,399 --> 00:44:55,859 En almúginn bíður komu hans. 475 00:44:55,943 --> 00:44:59,947 Illyrio sagði þau sauma drekafána og biðja fyrir honum. 476 00:45:00,030 --> 00:45:04,868 Almúginn biður fyrir rigningu, góðri heilsu og endalausu sumri. 477 00:45:04,952 --> 00:45:10,666 -Þeim er sama um leiki aðalsmanna. -Fyrir hverju biður þú, Jorah? 478 00:45:14,670 --> 00:45:16,130 Heimili. 479 00:45:17,798 --> 00:45:19,842 Ég bið líka fyrir heimili. 480 00:45:23,429 --> 00:45:26,640 Bróðir minn nær aldrei völdum í ríkjunum sjö. 481 00:45:28,016 --> 00:45:31,395 Hann gæti ekki stýrt her frá manninum mínum. 482 00:45:34,690 --> 00:45:36,817 Hann kemur okkur aldrei heim. 483 00:45:56,420 --> 00:46:00,591 -Ósætti á milli elskendanna? -Fyrirgefðu, þekki ég þig? 484 00:46:00,674 --> 00:46:04,261 Sansa, þetta er Baelish lávarður. Hann er... 485 00:46:04,344 --> 00:46:08,557 Gamall fjölskylduvinur. Ég hef þekkt móður þína mjög lengi. 486 00:46:08,640 --> 00:46:11,310 -Því ertu kallaður Litlifingur? -Arya. 487 00:46:11,393 --> 00:46:13,770 -Ekki vera dóni. -Allt í lagi. 488 00:46:14,813 --> 00:46:20,110 Ég var afar smár í æsku og kem frá svæði sem kallast Fingur 489 00:46:20,194 --> 00:46:24,323 svo að þetta er sérstaklega sniðugt gælunafn. 490 00:46:24,406 --> 00:46:30,579 Ég hef setið hér dögum saman. Hefjið leika áður en ég míg á mig. 491 00:46:38,462 --> 00:46:40,422 Hver er þetta? 492 00:46:41,507 --> 00:46:43,550 Ser Gregor Clegane. 493 00:46:43,634 --> 00:46:46,345 Hann er kallaður Fjallið. 494 00:46:48,180 --> 00:46:49,640 Eldri bróðir Hundsins. 495 00:46:50,974 --> 00:46:54,061 -En andstæðingur hans? -Ser Hugh frá Dal. 496 00:46:54,144 --> 00:46:57,940 Hann var skjaldsveinn Jons Arryn en hefur náð langt. 497 00:46:58,023 --> 00:47:01,944 Nóg af pompi og prakt. Áfram með leikana. 498 00:48:22,232 --> 00:48:24,568 Annað en þú áttir von á? 499 00:48:27,779 --> 00:48:31,033 Hefurðu heyrt söguna um Fjallið og Hundinn? 500 00:48:32,743 --> 00:48:35,621 Það er falleg saga um bróðurkærleik. 501 00:48:37,122 --> 00:48:42,169 Hundurinn var aðeins hvolpur. Kannski sex ára. 502 00:48:42,252 --> 00:48:48,091 Gregor var nokkrum árum eldri og orðinn stór og umtalaður. 503 00:48:48,717 --> 00:48:53,972 Lánsamir drengir sem fæddust með hæfileika fyrir ofbeldi. 504 00:48:54,056 --> 00:49:00,312 Kvöld eitt kom Gregor að litla bróa að leika sér með leikfang við eldinn. 505 00:49:00,395 --> 00:49:05,567 En Gregor átti leikfangið. Það var trériddari. 506 00:49:05,651 --> 00:49:10,489 Gregor sagði ekki orð heldur þreif í hálsmálið á bróður sínum 507 00:49:10,572 --> 00:49:14,159 og ýtti andlitinu á honum í logandi kolin. 508 00:49:14,242 --> 00:49:20,415 Hann hélt honum þar öskrandi á meðan andlitið á honum bráðnaði. 509 00:49:24,586 --> 00:49:26,838 Aðeins örfáir þekkja þessa sögu. 510 00:49:27,506 --> 00:49:31,843 -Ég lofa að segja engum. -Þú mátt það alls ekki. 511 00:49:31,927 --> 00:49:35,222 Ef Hundurinn fréttir að þú hafir minnst á þetta 512 00:49:35,305 --> 00:49:39,726 gætu allir riddarar Konungsvalla ekki bjargað lífi þínu. 513 00:49:52,364 --> 00:49:55,158 Herra. Hennar náð, drottningin. 514 00:49:58,453 --> 00:50:01,164 -Yðar náð. -Þú missir af leikum þínum. 515 00:50:01,248 --> 00:50:04,000 Þeir eru ekki mínir þótt nafnið segi það. 516 00:50:06,128 --> 00:50:10,966 Ég vil gleyma atvikinu á Kóngsvegi. Þessum leiðindum með úlfana. 517 00:50:13,510 --> 00:50:15,804 Það voru öfgar að láta þig lóga dýrinu. 518 00:50:17,347 --> 00:50:21,643 Stundum förum við út í öfgar þegar börnin okkar eiga í hlut. 519 00:50:22,227 --> 00:50:26,314 -Hvernig líður Sönsu? -Hún er ánægð hérna. 520 00:50:26,398 --> 00:50:29,693 Ein af ykkur um það. Líkist móður sinni. 521 00:50:29,776 --> 00:50:33,196 -Minna af Norðri í henni. -Hvað ertu að gera hér? 522 00:50:33,530 --> 00:50:37,367 Ég gæti spurt þig að því sama. Hvað ætlastu fyrir? 523 00:50:37,451 --> 00:50:43,331 Konungurinn bað um aðstoð mína og ég hlýði þar til hann segir annað. 524 00:50:43,415 --> 00:50:48,837 Þú hvorki breytir né hjálpar honum. Hann fer eigin leiðir eins og alltaf. 525 00:50:48,920 --> 00:50:53,717 -Þú tekur bara til eftir hann. -Þá verður að hafa það. 526 00:50:56,136 --> 00:51:02,142 Ertu ekki aðeins hermaður? Þú hlýðir skipunum án umhugsunar. 527 00:51:02,225 --> 00:51:07,731 Skiljanlegt. Eldri bróður þínum var kennt að stjórna og þér að hlýða. 528 00:51:07,814 --> 00:51:11,067 Mér var einnig kennt að drepa óvini mína. 529 00:51:14,321 --> 00:51:16,323 Mér líka. 530 00:51:34,466 --> 00:51:38,261 -Sjö blessanir, gott fólk. -Sömuleiðis. 531 00:51:38,345 --> 00:51:42,933 -Brauð, kjöt og bjór, strax. -Góð hugmynd. Ég er sársvangur. 532 00:51:43,016 --> 00:51:46,603 -Lag á meðan við bíðum? -Fyrr kasta ég mér í brunn. 533 00:51:46,686 --> 00:51:50,190 Gæti verið síðasti séns ef þú ferð norður, afi. 534 00:51:50,273 --> 00:51:53,235 Eina tónlistin fyrir norðan er ýlfur úlfa. 535 00:51:56,488 --> 00:52:00,116 Því miður, herra. Hér er ekkert herbergi laust. 536 00:52:00,200 --> 00:52:04,955 Menn mínir sofa í hesthúsinu og ég þarf ekki stórt herbergi. 537 00:52:05,038 --> 00:52:07,916 Hér er ekkert laust, herra. 538 00:52:07,999 --> 00:52:12,462 Get ég ekkert gert til að bæta úr þessu? 539 00:52:12,546 --> 00:52:15,590 -Þú færð herbergið mitt. -Skynsamur maður. 540 00:52:17,425 --> 00:52:20,512 Geturðu útbúið mat? Yoren, snæddu með mér. 541 00:52:20,595 --> 00:52:22,347 -Já. -Lannister lávarður. 542 00:52:22,430 --> 00:52:27,811 Má ég skemmta þér með söng um sigur föður þíns á Konungsvöllum? 543 00:52:27,894 --> 00:52:31,648 Ekkert spillir matarlystinni meira. 544 00:52:31,731 --> 00:52:35,527 Lafði Stark. Þetta er óvænt ánægja. 545 00:52:36,987 --> 00:52:40,991 -Ég hitti þig ekki að Vetrarfelli. -Lafði Stark. 546 00:52:49,249 --> 00:52:53,628 Ég var enn Catelyn Tully síðast þegar ég gisti hérna. 547 00:52:56,381 --> 00:52:58,174 Þú, herra. 548 00:52:59,467 --> 00:53:03,430 Er þetta svarta leðurblaka Harrenhallar í jakka þínum? 549 00:53:03,513 --> 00:53:05,348 Já, frú. 550 00:53:05,432 --> 00:53:09,644 Er lafði Whent enn sannur og dyggur vinur föður míns? 551 00:53:09,728 --> 00:53:13,523 -Hoster lávarðar af Ármótum? -Hún er það. 552 00:53:16,109 --> 00:53:19,362 Rauði folinn var alltaf velkominn að Ármótum. 553 00:53:19,446 --> 00:53:24,743 Faðir minn telur Jonos Bracken einn dyggasta bandamann sinn. 554 00:53:24,826 --> 00:53:30,749 -Traust hans er okkur heiður. -Ég öfunda föður þinn af vinunum 555 00:53:30,832 --> 00:53:33,919 en hver er tilgangurinn með þessu? 556 00:53:35,712 --> 00:53:40,342 Ég þekki líka merki þitt, Frey-turnana tvo. 557 00:53:41,760 --> 00:53:45,639 -Hvernig farnast herra þínum? -Walder lávarði farnast vel. 558 00:53:46,556 --> 00:53:49,976 Hann bauð föður þínum í níræðisafmælið sitt. 559 00:53:50,060 --> 00:53:52,103 Hann ætlar að kvænast aftur. 560 00:53:59,444 --> 00:54:03,990 Þessi maður var gestur á heimili mínu 561 00:54:04,074 --> 00:54:07,744 og þar lagði hann á ráðin um að myrða son minn. 562 00:54:08,995 --> 00:54:11,122 10 ára dreng. 563 00:54:13,208 --> 00:54:16,878 Í nafni Roberts konungs og allra lávarða ykkar 564 00:54:16,962 --> 00:54:20,048 óska ég þess að þið handsamið hann 565 00:54:20,131 --> 00:54:25,220 og hjálpið mér að leiða hann fyrir dómara að Vetrarfelli. 566 00:55:28,992 --> 00:55:32,037 Þýðing:Jóhann Axel Andersen