1 00:02:08,294 --> 00:02:12,215 -Þú hefur haft það betra. -Önnur heimsókn? 2 00:02:15,301 --> 00:02:19,764 -Þú ert síðasti vinur minn. -Nei, margir unna þér enn. 3 00:02:20,890 --> 00:02:24,435 Sansa fór fyrir konung til að beiðast vægðar. 4 00:02:26,980 --> 00:02:30,692 Grátbað hún fyrir mína hönd? Hlóstu með öllum hinum? 5 00:02:30,775 --> 00:02:35,321 Þú dæmir mig ranglega. Ég vil alls ekki að þú deyir. 6 00:02:35,405 --> 00:02:38,867 Ég veit ekki hvað þú vilt og gefst upp á að giska. 7 00:02:42,579 --> 00:02:47,917 Þegar ég var ungur, áður en þeir skáru undan mér með heitum hníf, 8 00:02:48,751 --> 00:02:51,588 ferðaðist ég með leikhóp um Frjálsu borgirnar. 9 00:02:53,965 --> 00:02:59,304 Þar lærði ég að hver maður ætti hlutverk, eins og í hirðinni. 10 00:02:59,888 --> 00:03:04,267 Ég er meistari hvíslaranna og á að vera slægur, fleðulegur 11 00:03:04,350 --> 00:03:08,688 og samviskulaus. Ég er góður leikari, herra. 12 00:03:10,398 --> 00:03:14,277 -Geturðu frelsað mig héðan? -Ég gæti það. 13 00:03:14,360 --> 00:03:16,738 En geri ég það? Nei. 14 00:03:18,406 --> 00:03:22,118 -Ég er engin hetja. -Hvað viltu? Segðu mér það. 15 00:03:22,201 --> 00:03:25,413 Engar gátur eða sögur. Segðu mér hvað þú vilt. 16 00:03:27,123 --> 00:03:28,791 Frið. 17 00:03:28,875 --> 00:03:33,463 Vissirðu að sonur þinn stefndi suður með her að norðan? 18 00:03:33,546 --> 00:03:37,383 Dyggur drengur sem berst fyrir lausn föður síns. 19 00:03:37,467 --> 00:03:38,760 Robb? 20 00:03:39,761 --> 00:03:44,015 -Hann er aðeins stráklingur. -Þeir hafa reynst sigursælir. 21 00:03:44,098 --> 00:03:49,771 En sá sem Cersei óttast mest er bróðir konungsins heitins. 22 00:03:50,897 --> 00:03:53,566 Stannis á tilkall til krúnunnar. 23 00:03:53,650 --> 00:03:56,778 Hann er frækinn herforingi og miskunnarlaus. 24 00:03:56,861 --> 00:04:01,157 Stannis er arftaki Roberts og krúnan ætti að vera hans. 25 00:04:03,076 --> 00:04:07,914 Sansa bað fallega fyrir lífi þínu og það yrði synd að fórna því. 26 00:04:09,874 --> 00:04:15,213 Cersei er óvitlaus og veit að taminn úlfur gagnast betur en dauður. 27 00:04:15,296 --> 00:04:20,551 Á ég að þjóna konu sem myrti konung og menn mína og lamaði son minn? 28 00:04:20,635 --> 00:04:25,390 Ég vil að þú þjónir konungsríkinu. Samþykktu að játa landráð. 29 00:04:25,473 --> 00:04:30,645 Segðu syni þínum að gefast upp og lýstu Joffrey sannan arftaka. 30 00:04:32,855 --> 00:04:35,692 Cersei veit að þú ert heiðursmaður. 31 00:04:36,985 --> 00:04:41,072 Ef þú tryggir frið og ferð með leyndarmálið í gröfina 32 00:04:41,155 --> 00:04:47,036 leyfir hún þér að þjóna á Veggnum með bróður þínum og launsyni. 33 00:04:48,871 --> 00:04:52,667 Heldurðu að líf mitt sé mér einhvers virði? 34 00:04:52,750 --> 00:04:57,839 Að ég myndi fórna heiðrinum fyrir nokkur ár... af hverju? 35 00:05:02,635 --> 00:05:05,054 Þú ólst upp með leikurum. 36 00:05:06,264 --> 00:05:09,225 Þú lærðir iðn þeirra afar vel. 37 00:05:10,518 --> 00:05:12,979 En ég ólst upp með hermönnum. 38 00:05:14,981 --> 00:05:17,567 Ég lærði að deyja fyrir löngu. 39 00:05:20,778 --> 00:05:24,699 Það er leitt að heyra. Synd og skömm. 40 00:05:31,873 --> 00:05:37,545 Hvað með líf dóttur þinnar? Er það þér einhvers virði? 41 00:06:18,252 --> 00:06:23,174 -Afmælisóskir til frænku hans. -Walder Frey vill að þú haldir það. 42 00:06:23,257 --> 00:06:27,845 Skjóttu þá niður. Walder má ekki tilkynna Lannister um ferðir þínar. 43 00:06:28,179 --> 00:06:31,808 Hann er bandamaður afa. Styður hann okkur ekki? 44 00:06:32,141 --> 00:06:34,894 Aldrei ætlast til neins af Walder Frey. 45 00:06:35,228 --> 00:06:36,604 Sjáið þarna. 46 00:06:38,731 --> 00:06:43,569 Faðir minn þarf að dúsa í dýflissu. Hvenær verður hann hálshöggvinn? 47 00:06:43,653 --> 00:06:48,241 -Við verðum að fara yfir ána strax. -Heimtaðu að komast yfir. 48 00:06:48,324 --> 00:06:51,744 Við erum fimm sinnum fleiri og gætum hertekið þá. 49 00:06:51,828 --> 00:06:55,123 Ekki tímanlega. Tywin Lannister stefnir norður. 50 00:06:55,206 --> 00:06:59,794 Frey-ættin hefur átt brúna í 600 ár og ávallt rukkað sinn toll. 51 00:07:01,295 --> 00:07:02,797 Söðlið hestinn minn. 52 00:07:02,880 --> 00:07:06,175 Ferðu einn þangað? Hann selur þig til Lannisters. 53 00:07:06,509 --> 00:07:09,971 Eða kastar þér í dýflissu eða sker þig á háls. 54 00:07:12,265 --> 00:07:17,687 Faðir minn hefði gert hvað sem er til að koma okkur þangað yfir. 55 00:07:17,770 --> 00:07:22,316 Ef ég ætla að stýra þessum her læt ég ekki aðra semja fyrir mig. 56 00:07:22,400 --> 00:07:26,654 -Ég er sammála. Ég skal fara. -Hann drepur hana. 57 00:07:26,737 --> 00:07:29,365 Ég hef þekkt Walder síðan í æsku. 58 00:07:29,448 --> 00:07:34,162 -Hann gerir mér ekki mein. -Nema hann græði á því. 59 00:07:39,667 --> 00:07:41,127 Hvað vilt þú? 60 00:07:41,210 --> 00:07:44,714 Ánægjulegt að hitta þig eftir öll þessi ár. 61 00:07:44,797 --> 00:07:50,970 Góða besta. Er sonur þinn of stoltur til að koma hingað sjálfur? 62 00:07:51,053 --> 00:07:55,266 -Hvað á ég að gera við þig? -Faðir, þú gleymir einu. 63 00:07:55,349 --> 00:07:57,894 -Lafði Stark er... -Hver spurði þig? 64 00:07:57,977 --> 00:08:02,481 Þú verður ekki lávarður hér fyrr en ég drepst. Er ég dauður? 65 00:08:02,565 --> 00:08:06,068 -Kæri faðir. -Kennir þú mér mannasiði, bastarður? 66 00:08:07,236 --> 00:08:12,116 Móðir þín væri enn mjaltakona ef ég hefði ekki dælt þér í hana. 67 00:08:15,620 --> 00:08:18,206 Gott og vel. Stígðu fram. 68 00:08:30,551 --> 00:08:35,723 Nú hef ég sýnt þér virðingu og vonandi halda synir mínir kjafti. 69 00:08:41,562 --> 00:08:46,025 -Hvar getum við rætt málin? -Við erum að ræða málin. 70 00:08:49,654 --> 00:08:53,824 Gott og vel. Út með ykkur öll. 71 00:09:04,377 --> 00:09:06,379 Þú ferð líka. 72 00:09:12,843 --> 00:09:16,764 Sérðu þessa? Hún er 15 ára. 73 00:09:17,473 --> 00:09:22,270 Lítið blóm og hunang hennar er aðeins mitt. 74 00:09:25,940 --> 00:09:28,985 Þið eignist eflaust marga syni. 75 00:09:30,027 --> 00:09:35,408 -Faðir þinn kom ekki í brúðkaupið. -Hann er fárveikur, herra. 76 00:09:35,491 --> 00:09:39,829 Hann kom ekki heldur í síðustu tvö brúðkaupin mín. 77 00:09:40,830 --> 00:09:43,708 Fjölskyldan þín hefur alltaf migið á mig. 78 00:09:43,791 --> 00:09:46,669 -Herra. -Þú veist að það er satt. 79 00:09:46,752 --> 00:09:51,465 Tully var of fínn til að láta börnin sín giftast mínum. 80 00:09:51,549 --> 00:09:54,635 -Eflaust af ástæðu. -Ég þurfti ekki ástæður. 81 00:09:54,719 --> 00:09:59,307 Ég þurfti að losna við börnin. Sérðu hvernig þeim fjölgar? 82 00:10:02,852 --> 00:10:04,854 Hvers vegna komstu? 83 00:10:06,480 --> 00:10:11,277 Til að biðja þig um að opna hliðin, herra. 84 00:10:11,360 --> 00:10:14,989 Svo að sonur minn og menn hans komist leiðar sinnar. 85 00:10:15,072 --> 00:10:16,907 Því ætti ég að leyfa það? 86 00:10:16,991 --> 00:10:21,787 Ef þú ferð upp á virkisvegginn sérðu að hann er með 20.000 manna her. 87 00:10:21,871 --> 00:10:27,752 20.000 lík þegar Lannister kemur. Ekki reyna að ógna mér, lafði Stark. 88 00:10:27,835 --> 00:10:30,046 Maðurinn þinn rotnar í klefa 89 00:10:30,129 --> 00:10:33,341 og sonurinn á engan feld til að verma punginn. 90 00:10:33,424 --> 00:10:38,888 -Þú sórst föður mínum eið. -Já, ég sagði fáein orð. 91 00:10:38,971 --> 00:10:42,975 Síðan sór ég líka konungi eið ef ég man rétt. 92 00:10:43,059 --> 00:10:45,394 Joffrey er orðinn konungur. 93 00:10:45,478 --> 00:10:50,024 Það þýðir að sonur þinn og líkin hans eru uppreisnarher. 94 00:10:51,192 --> 00:10:55,196 Ég ætti með réttu að selja ykkur í hendur Lannister. 95 00:10:55,279 --> 00:10:59,992 -Hvers vegna gerirðu það ekki? -Stark, Tully, Lannister, Baratheon. 96 00:11:01,786 --> 00:11:06,290 Hvers vegna ætti ég að ómaka mig fyrir nokkurt ykkar? 97 00:11:11,087 --> 00:11:15,674 -Hvenær geturðu notað höndina aftur? -Fljótlega. 98 00:11:15,758 --> 00:11:19,387 Gott, þá geturðu farið að nota þetta. 99 00:11:20,471 --> 00:11:25,393 Mér þótti úlfurinn henta þér betur en björninn. 100 00:11:26,685 --> 00:11:30,898 Ég lét smíða nýtt klót. Sverðið kallast Langkló. 101 00:11:30,981 --> 00:11:34,276 Það gengur bæði fyrir úlf eða björn. 102 00:11:44,829 --> 00:11:49,959 -Þetta er Valyríustál. -Sverð föður míns. 103 00:11:50,042 --> 00:11:55,423 Og föður hans. Mormont-ættin hefur borið það í fimm aldir. 104 00:11:55,506 --> 00:12:00,261 Það var ætlað Jorah, syni mínum, en hann smánaði ættina. 105 00:12:00,344 --> 00:12:05,516 En hann skildi sverðið eftir þegar hann flúði frá Westeros. 106 00:12:06,642 --> 00:12:11,856 -Ég get ekki þegið slíka gjöf. -Þú getur það og gerir það. 107 00:12:11,939 --> 00:12:15,776 Ég stæði ekki hérna án þín og skepnunnar. 108 00:12:15,860 --> 00:12:19,280 Dauður maður reyndi að drepa mig. 109 00:12:21,031 --> 00:12:24,952 Þú tekur við sverðinu og ekki orð um það meir. 110 00:12:25,035 --> 00:12:26,912 -Er það skilið? -Já, herra. 111 00:12:28,914 --> 00:12:34,879 En ég er samt ekki sáttur við ruglið á milli ykkar Allisers Thorne. 112 00:12:34,962 --> 00:12:39,175 Það þarf karlmann til að beita þessu sverði. 113 00:12:40,301 --> 00:12:45,347 -Ég bið Alliser afsökunar í kvöld. -Nei, ég sendi hann til Konungsvalla. 114 00:12:45,431 --> 00:12:49,393 Höndin sem úlfurinn þinn sleit af kvikindinu... 115 00:12:49,477 --> 00:12:54,482 Ég skipaði Thorne að leggja hana við fætur konungsins unga. 116 00:12:55,232 --> 00:12:58,068 Það ætti að ná athygli Joffreys. 117 00:12:58,736 --> 00:13:03,449 Og það tryggir góða fjarlægð á milli ykkar Thornes. 118 00:13:04,241 --> 00:13:08,996 Settu nú sverðið á öruggan stað og færðu mér kvöldmat. 119 00:13:09,997 --> 00:13:11,457 Já, herra minn. 120 00:13:23,093 --> 00:13:28,224 -Vel gert, vinur. -Þú átt þetta skilið, Snow. 121 00:13:32,478 --> 00:13:34,480 Vel af sér vikið. 122 00:13:39,026 --> 00:13:41,320 -Sýndu okkur. -Hvað? 123 00:13:41,403 --> 00:13:43,155 Sýndu okkur sverðið. 124 00:13:43,239 --> 00:13:47,368 -Sverðið. -Sverðið! Sverðið! Sverðið! 125 00:13:47,451 --> 00:13:49,787 Sverðið! Sverðið! Sverðið! 126 00:13:54,625 --> 00:13:58,087 -Sýndu okkur. -Gerðu það. 127 00:13:59,755 --> 00:14:01,757 Ég vil sjá það í birtunni. 128 00:14:05,094 --> 00:14:06,679 Réttu mér það. 129 00:14:07,346 --> 00:14:08,722 Hvað er að? 130 00:14:11,058 --> 00:14:12,518 Ég get það ekki. 131 00:14:13,811 --> 00:14:17,523 -Geturðu ekki hvað? -Varlega, það er hárbeitt. 132 00:14:18,399 --> 00:14:23,696 -Ég má ekki segja það. -En þig langar að segja það. 133 00:14:23,779 --> 00:14:26,365 Hvað langar þig að segja? 134 00:14:29,785 --> 00:14:34,665 Það var hrafn. Ég las boðin fyrir Aemon meistara. 135 00:14:36,333 --> 00:14:39,587 -Það er Robb, bróðir þinn. -Hvað? 136 00:14:40,337 --> 00:14:45,801 -Hvað með hann? -Hann heldur suður í stríð. 137 00:14:48,762 --> 00:14:52,683 Allir bandamennirnir fylgja honum. Þeir gæta hans vel. 138 00:14:54,059 --> 00:14:56,061 Ég ætti að vera þar. 139 00:14:58,188 --> 00:15:00,399 Ég ætti að fylgja honum. 140 00:15:14,580 --> 00:15:18,626 Ef við gerum það komumst við aldrei aftur yfir. 141 00:15:18,709 --> 00:15:21,920 Jæja? Hvað sagði hann? 142 00:15:23,505 --> 00:15:26,550 Walder hefur samþykkt að hleypa þér í gegn. 143 00:15:27,885 --> 00:15:30,929 Menn hans slást í hópinn. 144 00:15:31,013 --> 00:15:34,808 Hann heldur 400 til að gæta þess að enginn elti þig. 145 00:15:34,892 --> 00:15:36,935 Hvað vill hann í staðinn? 146 00:15:37,019 --> 00:15:40,773 Olyvar, sonur hans, verður skjaldsveinn þinn. 147 00:15:40,856 --> 00:15:43,984 -Hann býst við riddaratign síðar. -Ekkert mál. 148 00:15:45,736 --> 00:15:47,029 Og hvað? 149 00:15:48,697 --> 00:15:54,495 Arya giftist Waldron, syni hans, þegar þau ná aldri. 150 00:15:54,578 --> 00:15:56,914 Hún verður ekki ánægð með það. 151 00:16:00,793 --> 00:16:02,086 Og hvað? 152 00:16:03,379 --> 00:16:07,383 Og... þegar átökunum er lokið... 153 00:16:10,135 --> 00:16:12,054 kvænist þú einni dætra hans. 154 00:16:12,888 --> 00:16:15,391 Hverri sem þér líst best á. 155 00:16:15,474 --> 00:16:20,229 -Hann á margar vænlegar dætur. -Ég skil. 156 00:16:22,898 --> 00:16:26,360 -Sástu dætur hans? -Ég gerði það. 157 00:16:27,486 --> 00:16:28,779 Og hvað? 158 00:16:30,656 --> 00:16:32,408 Ein þeirra var... 159 00:16:38,038 --> 00:16:41,583 -Samþykkirðu þetta? -Get ég neitað? 160 00:16:41,667 --> 00:16:43,544 Ekki ef þú vilt komast yfir. 161 00:16:47,005 --> 00:16:49,007 Þá samþykki ég þetta. 162 00:17:34,386 --> 00:17:39,183 -Sam sagði að þú vildir hitta mig. -Það er rétt. 163 00:17:39,266 --> 00:17:41,685 Gætirðu nokkuð aðstoðað mig? 164 00:17:45,439 --> 00:17:51,069 Veltirðu aldrei fyrir þér hvers vegna Næturvaktmennirnir 165 00:17:51,153 --> 00:17:53,947 eignast hvorki konur né börn? 166 00:17:54,031 --> 00:17:55,407 Nei. 167 00:17:56,033 --> 00:18:01,663 Til þess að þeir elski ekki. Ástin er skyldunni yfirsterkari. 168 00:18:02,164 --> 00:18:06,210 Ef faðir þinn yrði einhvern tíma neyddur til að velja 169 00:18:06,293 --> 00:18:11,048 á milli sæmdar annars vegar og ástvina hins vegar, 170 00:18:11,131 --> 00:18:13,050 hvað myndi hann gera? 171 00:18:14,760 --> 00:18:17,346 Hann myndi gera það rétta, sama hvað. 172 00:18:18,472 --> 00:18:24,311 Þá er hann einn af tíu þúsund. Fæstir okkar eru svo sterkir. 173 00:18:25,604 --> 00:18:29,817 Hvað er heiðurinn í samanburði við ástir kvenmanns? 174 00:18:30,984 --> 00:18:35,989 Hvað er skyldan í samanburði við nýfæddan son í fangi þínu? 175 00:18:37,407 --> 00:18:39,201 Eða bros bróður? 176 00:18:43,330 --> 00:18:46,750 -Sam sagði þér það. -Við erum allir mannlegir. 177 00:18:46,834 --> 00:18:52,714 Við gerum skyldu okkar þegar það kostar engar fórnir. Það er auðvelt. 178 00:18:53,048 --> 00:18:58,804 En fyrr eða síðar í lífi sérhvers manns 179 00:18:58,887 --> 00:19:04,726 kemur dagur þar sem það er erfitt og hann er neyddur til að velja. 180 00:19:06,770 --> 00:19:08,605 Er þetta sá dagur fyrir mér? 181 00:19:09,231 --> 00:19:13,193 -Ertu að segja það? -Þetta er sárt, vinur. 182 00:19:13,277 --> 00:19:17,155 -Já, ég veit það. -Þú veist það ekki. 183 00:19:19,032 --> 00:19:20,617 Enginn veit það. 184 00:19:23,453 --> 00:19:28,500 Ég er bastarður en hann er faðir minn og Robb er bróðir minn. 185 00:19:31,837 --> 00:19:33,422 Guðirnir voru grimmir 186 00:19:34,006 --> 00:19:37,801 og létu ekki reyna á eið minn fyrr en ég var orðinn gamall. 187 00:19:39,761 --> 00:19:43,932 Hvað gat ég gert þegar hrafnarnir færðu fregnir að sunnan? 188 00:19:44,016 --> 00:19:47,102 Um heimili í rúst og dauða fjölskyldu. 189 00:19:47,185 --> 00:19:51,732 Ég var hjálparvana, blindur og veikburða. 190 00:19:53,567 --> 00:19:59,114 En þegar ég heyrði að hann hefði drepið bróðurson minn 191 00:19:59,197 --> 00:20:02,409 og son hans og öll börnin... 192 00:20:02,743 --> 00:20:05,787 jafnvel þau yngstu... 193 00:20:07,289 --> 00:20:08,624 Hver ert þú? 194 00:20:11,209 --> 00:20:16,381 Faðir minn var Maekar fyrsti. 195 00:20:17,674 --> 00:20:24,431 Aegon bróðir tók við völdum af honum þegar ég hafnaði krúnunni 196 00:20:24,514 --> 00:20:30,687 og þar á eftir sonur hans, Aerys, sem var kallaður óði kóngurinn. 197 00:20:31,271 --> 00:20:33,065 Ert þú Aemon Targaryen? 198 00:20:34,608 --> 00:20:37,569 Ég er Meistari Borgríkisins. 199 00:20:37,653 --> 00:20:42,282 Eiðsvarinn til að þjóna Svartakastala og Næturvaktinni. 200 00:20:44,785 --> 00:20:49,581 Ég segi þér ekki hvort þú átt að vera kyrr eða fara héðan. 201 00:20:49,665 --> 00:20:52,167 Þú verður að velja það sjálfur 202 00:20:53,168 --> 00:20:56,463 og lifa með vali þínu til æviloka. 203 00:20:59,466 --> 00:21:00,842 Eins og ég hef gert. 204 00:21:19,903 --> 00:21:23,991 Herra minn. Sól mín og stjörnur. 205 00:21:27,494 --> 00:21:29,037 Drogo. 206 00:21:40,090 --> 00:21:41,675 Hestinn minn. 207 00:21:42,092 --> 00:21:47,889 -Blóðherra minn. -Nei, ég verð að ríða lengra. 208 00:21:47,973 --> 00:21:49,975 Hann féll af baki. 209 00:21:51,184 --> 00:21:55,188 Khal sem fellur af hestbaki er alls enginn Khal. 210 00:21:55,272 --> 00:21:58,400 Hann er bara þreyttur og þarf að hvílast. 211 00:21:58,483 --> 00:22:02,696 Við höfum farið nógu langt í dag. Sláum upp búðum hérna. 212 00:22:02,779 --> 00:22:08,285 Ekki hérna. Konur skipa okkur ekki fyrir. Ekki einu sinni Khaleesi. 213 00:22:08,368 --> 00:22:14,791 -Sláum upp búðum fyrir Khal Drogo. -Þú skipar mér ekki fyrir. 214 00:22:16,126 --> 00:22:20,964 -Sækið Mirri Maz Duur hingað. -Nornina? Ég færi þér höfuð hennar. 215 00:22:21,048 --> 00:22:26,636 Færðu mér hana óskaddaða eða Drogo heyrir af óhlýðni þinni. 216 00:22:55,624 --> 00:22:59,419 Herlið Starks hefur komist suður fyrir Tvíburana 217 00:22:59,503 --> 00:23:04,716 og safnað mönnum Freys með sér. Þeir eru dagleið héðan. 218 00:23:04,800 --> 00:23:07,094 Drenginn skortir reynslu og vit 219 00:23:07,177 --> 00:23:12,390 en hann býr vissulega yfir kæruleysislegu sveitahugrekki. 220 00:23:16,728 --> 00:23:19,064 Haltu áfram. Ég vil ekki trufla. 221 00:23:19,147 --> 00:23:23,652 Vonandi koma villimennirnir að notum svo við sóum ekki stálinu. 222 00:23:23,735 --> 00:23:27,322 Sá stóri loðni krafðist þess að fá tvær axir. 223 00:23:27,405 --> 00:23:31,618 -Úr svörtu stáli, tvíeggjaðar. -Shagga er sjúkur í axir. 224 00:23:31,701 --> 00:23:36,456 Þegar átökin hefjast verðið þið í fylkingarbrjósti. 225 00:23:36,540 --> 00:23:40,794 Í fylkingarbrjósti? Á ég að berjast með þessum mönnum? 226 00:23:40,877 --> 00:23:43,004 Þeir virðast ansi grimmir. 227 00:23:45,590 --> 00:23:47,008 Grimmir? 228 00:23:47,717 --> 00:23:52,430 Í gærkvöldi stakk einn Mánabróðir Steinkráku vegna pylsu. 229 00:23:52,514 --> 00:23:56,268 Þrjár Steinkrákur tóku hann höndum og skáru á háls. 230 00:23:56,351 --> 00:24:00,230 Bronn stöðvaði Shagga frá því að höggva delann af líkinu 231 00:24:00,313 --> 00:24:06,069 en Ulf krefst bóta sem Shagga og Gunthor neita að greiða. 232 00:24:06,153 --> 00:24:09,239 Ef hermenn skortir aga á foringinn sökina. 233 00:24:09,322 --> 00:24:12,868 Þú getur drepið mig án þess að spilla stríðinu. 234 00:24:12,951 --> 00:24:15,495 Við ræðum þetta ekki frekar. 235 00:24:20,792 --> 00:24:24,504 Ég er víst ekki svangur. Hafið mig afsakaðan. 236 00:24:38,393 --> 00:24:42,355 -Hvar fannstu eina svona fallega? -Ég tók hana bara. 237 00:24:42,439 --> 00:24:48,278 -Hvaðan tókstu hana? -Frá herra... hvað heitir hann? 238 00:24:49,446 --> 00:24:52,157 Rauðhærðum ræfli þrem tjöldum frá. 239 00:24:52,240 --> 00:24:57,287 -Hafði hann ekkert að segja um það? -Hann sagði eitthvað. 240 00:24:59,915 --> 00:25:05,378 Líkurnar á því að ég lifi nógu lengi til að hann hefni sín eru nú litlar. 241 00:25:05,462 --> 00:25:08,423 Við verðum víst í broddi fylkingar á morgun. 242 00:25:10,842 --> 00:25:12,344 Nú, jæja. 243 00:25:13,887 --> 00:25:17,974 Ég ætla að finna aðra handa mér. 244 00:25:22,395 --> 00:25:25,106 -Hver ert þú? -Hver viltu að ég sé? 245 00:25:26,524 --> 00:25:29,819 -Hvað kallaði móðir þín þig? -Shae. 246 00:25:29,903 --> 00:25:34,491 -Hvað kallaði móðir þín þig? -Hún dó af barnsförum. 247 00:25:34,574 --> 00:25:38,453 Fékkstu mig hingað til að tala um mæður okkar? 248 00:25:38,536 --> 00:25:40,872 -Hvaða hreimur er þetta? -Erlendur. 249 00:25:44,668 --> 00:25:48,755 -Hvað viltu mér? -Hvað vil ég þér? 250 00:25:50,507 --> 00:25:55,178 Ég vil að þú deilir tjaldinu, skenkir í glas og hlæir með mér 251 00:25:55,262 --> 00:25:58,640 og nuddir fæturna á mér eftir erfiðan reiðtúr. 252 00:25:58,723 --> 00:26:02,143 Ég vil ekki að þú sængir hjá neinum öðrum á meðan 253 00:26:02,227 --> 00:26:07,857 og að þú ríðir mér eins og þetta sé síðasta nótt mín, því svo gæti verið. 254 00:26:09,109 --> 00:26:10,902 Hvað fæ ég í staðinn? 255 00:26:10,986 --> 00:26:16,241 Öryggi. Enginn gerir þér mein á meðan þú ert hjá mér. 256 00:26:17,450 --> 00:26:20,370 Í öðru lagi færðu góðan félagsskap. 257 00:26:20,453 --> 00:26:25,208 -Ég hef heyrt að ég sé skemmtilegur. -Frá konum sem þú borgaðir? 258 00:26:25,292 --> 00:26:27,669 Í þriðja lagi... 259 00:26:27,752 --> 00:26:31,673 færðu meira gull en þú getur eytt á þúsund árum. 260 00:26:32,799 --> 00:26:34,801 Þiggurðu boð mitt? 261 00:26:53,945 --> 00:26:57,365 Byrjum á síðustu nótt ævi þinnar. 262 00:27:29,773 --> 00:27:32,108 -Khaleesi. -Komdu inn. 263 00:27:34,944 --> 00:27:40,367 Hann er mjög sterkur. Sterkari en nokkurn grunar. 264 00:27:59,177 --> 00:28:04,599 -Hann deyr í nótt, Khaleesi. -Hann má það ekki. Ég leyfi það ekki. 265 00:28:04,682 --> 00:28:07,894 Jafnvel drottning hefur ekki vald yfir slíku. 266 00:28:10,647 --> 00:28:13,942 Förum fljótt. Það er ágæt höfn í Asshai. 267 00:28:14,025 --> 00:28:17,904 -Ég yfirgef hann ekki. -Hann er nú þegar látinn. 268 00:28:23,993 --> 00:28:27,831 En jafnvel þótt hann deyi, því ætti ég að flýja? 269 00:28:29,207 --> 00:28:33,962 Ég er Khaleesi og sonur minn verður Khal á eftir Drogo. 270 00:28:34,045 --> 00:28:37,340 Þetta er ekki Westeros þar sem erfðirnar gilda. 271 00:28:37,424 --> 00:28:41,928 Hér virða menn aðeins styrk. Þeir munu berjast þegar Drogo deyr. 272 00:28:42,011 --> 00:28:46,850 Sigurvegarinn verður næsti Khal og mun ekki kæra sig um samkeppni. 273 00:28:46,933 --> 00:28:52,480 Þeir hrifsa drenginn af þér og fleygja honum fyrir hundana. 274 00:28:52,564 --> 00:28:55,024 Ég yfirgef hann ekki. 275 00:29:05,034 --> 00:29:07,036 Það er komin ígerð í sárið. 276 00:29:08,037 --> 00:29:11,082 -Þú gerðir þetta, norn. -Hættu þessu. 277 00:29:12,125 --> 00:29:19,007 -Ekki gera henni mein. -Ekki? Má ekki gera henni mein? 278 00:29:19,090 --> 00:29:23,887 Vertu fegin að við gerum þér ekki frekar mein. 279 00:29:23,970 --> 00:29:27,515 Þú hleyptir þessari norn nálægt Khal okkar. 280 00:29:27,599 --> 00:29:30,810 Gættu þín, hún er enn Khaleesi. 281 00:29:30,894 --> 00:29:34,022 Aðeins á meðan herrann lifir. 282 00:29:37,567 --> 00:29:41,863 Þegar hann deyr verður hún einskis virði. 283 00:29:46,576 --> 00:29:52,499 Ég hef aldrei verið einskis virði. Ég er af ætt drekans. 284 00:29:54,250 --> 00:29:59,964 Allir drekarnir eru dauðir, Khaleesi. 285 00:30:08,139 --> 00:30:13,228 -Þú ættir að vera í brynju í kvöld. -Það er líklega rétt. 286 00:30:18,441 --> 00:30:22,320 -Þú bjargaðir mér aftur. -Nú skalt þú bjarga honum. 287 00:30:22,403 --> 00:30:27,200 Honum verður ekki bjargað. Ég get aðeins linað þjáningar hans. 288 00:30:27,283 --> 00:30:30,703 Ef þú bjargar honum sver ég að frelsa þig. 289 00:30:30,787 --> 00:30:32,539 Þú hlýtur að kunna ráð. 290 00:30:33,331 --> 00:30:36,292 Einhvers konar töfra. 291 00:30:39,504 --> 00:30:44,092 Það er til einn galdur en sumir segja dauðann hreinlegri. 292 00:30:54,769 --> 00:30:59,774 -Gerðu það, bjargaðu honum. -Það kostar sitt. 293 00:30:59,857 --> 00:31:03,111 -Við eigum nóg af gulli. -Það kostar ekki gull. 294 00:31:03,194 --> 00:31:06,364 Þetta er blóðgaldur. Dauðinn er gjald lífsins. 295 00:31:09,576 --> 00:31:14,372 -Dauði minn? -Nei, ekki dauði þinn, Khaleesi. 296 00:31:15,456 --> 00:31:17,041 Færið mér hestinn hans. 297 00:31:40,773 --> 00:31:44,277 Ekki gera þetta. Leyfðu mér að drepa nornina. 298 00:31:44,360 --> 00:31:49,032 -Þá drepurðu Khal þinn. -Blóðgaldur er bannaður. 299 00:31:49,115 --> 00:31:52,577 Ég er Khalessi og ég ákveð hvað er bannað. 300 00:32:03,254 --> 00:32:05,673 -Farið núna. -Farðu með henni. 301 00:32:05,757 --> 00:32:08,259 -Nei. -Farðu með henni. 302 00:32:12,764 --> 00:32:14,349 Þú verður líka að fara. 303 00:32:15,016 --> 00:32:19,979 Þegar ég syng má enginn koma inn. Hinir dauðu dansa hérna í nótt. 304 00:32:33,451 --> 00:32:34,911 Enginn kemur inn. 305 00:32:44,212 --> 00:32:46,339 Vektu hann aftur til lífsins. 306 00:33:02,563 --> 00:33:06,609 -Hvað hefurðu gert? -Ég verð að bjarga honum. 307 00:33:06,693 --> 00:33:12,156 Við hefðum getað verið komin töluvert nær Asshai, í örugga höfn. 308 00:33:18,413 --> 00:33:23,376 -Það má ekki gera þetta. -Það verður að gerast. 309 00:33:23,459 --> 00:33:25,586 -Norn. -Heyrðu, Qotho... 310 00:33:27,004 --> 00:33:30,341 -Ekki gera það. -Khaleesi. 311 00:33:32,009 --> 00:33:34,262 Ekki fara skrefi lengra. 312 00:34:15,303 --> 00:34:19,182 -Meiddirðu þig? -Barnið er að fæðast. 313 00:34:19,265 --> 00:34:23,770 -Sækið ljósmæðurnar. -Þær segja að hún sé bölvuð. 314 00:34:24,645 --> 00:34:26,814 Þær koma eða ég afhöfða þær. 315 00:34:28,149 --> 00:34:32,278 Nornin getur tekið á móti barni. Ég heyrði hana segja það. 316 00:34:55,384 --> 00:34:57,929 -Ertu kvalinn, ljónið mitt? -Nei. 317 00:34:58,012 --> 00:34:59,806 Þú virðist sárþjáður. 318 00:35:00,306 --> 00:35:03,351 Eldurinn brennir sætu, mjúku húðina. 319 00:35:09,857 --> 00:35:13,778 -Ertu ónæm fyrir sársauka, kona? -Ég er bara vön honum. 320 00:35:13,861 --> 00:35:15,196 Drekktu. 321 00:35:16,739 --> 00:35:18,449 Förum í nýjan leik. 322 00:35:20,243 --> 00:35:23,246 Ég gæti kennt þér hnífaleik frá Braavos. 323 00:35:23,329 --> 00:35:26,999 -Gæti ég misst fingur? -Ekki ef þú vinnur. 324 00:35:27,458 --> 00:35:30,878 Nei, enga leiki með eldi eða hnífum. 325 00:35:31,546 --> 00:35:34,507 Prófum eitthvað sem ég kann betur. 326 00:35:34,590 --> 00:35:38,594 -Hvað kanntu? -Ég er frábær mannþekkjari. 327 00:35:38,678 --> 00:35:40,847 -Leiðinlegur leikur. -Nei. 328 00:35:40,930 --> 00:35:45,143 Hann virkar þannig að ég segi eitthvað um fortíð ykkar. 329 00:35:45,226 --> 00:35:48,521 Ef ég giska rétt drekkið þið, annars drekk ég. 330 00:35:48,604 --> 00:35:51,315 Bannað að ljúga. Ég sé lygarnar strax. 331 00:35:51,399 --> 00:35:55,444 -Ég vil ekki fara í þennan leik. -Þá það. Bronn byrjar. 332 00:35:59,740 --> 00:36:01,325 Faðir þinn barði þig. 333 00:36:06,998 --> 00:36:08,958 En mamma barði mig fastar. 334 00:36:12,628 --> 00:36:16,799 -Þú drapst mann fyrir 12 ára aldur. -Það var kona. 335 00:36:20,386 --> 00:36:23,306 Hún réðst á mig með öxi. 336 00:36:23,389 --> 00:36:25,808 Þú hefur farið norður fyrir Vegg. 337 00:36:28,686 --> 00:36:32,523 -Hvers vegna fórstu þangað? -Vegna vinnu. 338 00:36:32,607 --> 00:36:37,945 Og þú elskaðir konu fyrir löngu en það endaði illa. 339 00:36:38,029 --> 00:36:40,823 Þú hefur ekki leyft þér að elska síðan þá. 340 00:36:41,741 --> 00:36:43,868 Nei, bíddu. Það var ég. 341 00:36:47,580 --> 00:36:51,959 -Nú þú, dularfulla erlenda dís. -Ég vil ekki vera með. 342 00:36:52,043 --> 00:36:56,380 Það er svo gaman. Sérðu ekki hvað þetta er gaman? 343 00:36:58,841 --> 00:37:00,301 Móðir þín var hóra. 344 00:37:02,053 --> 00:37:03,638 Drekktu. 345 00:37:10,061 --> 00:37:15,858 Jæja, faðir þinn fór frá ykkur þegar þú varst ung og kom ekki aftur. 346 00:37:15,942 --> 00:37:17,485 Drekktu. 347 00:37:18,152 --> 00:37:21,614 -Það er bannað að ljúga. -Drekktu. 348 00:37:28,746 --> 00:37:33,292 Þú þráðir annað líf. Fórst en vildir enda annars staðar. 349 00:37:33,376 --> 00:37:37,880 -Allur heimurinn drekkur fyrir því. -Já, meiri nákvæmni. 350 00:37:37,964 --> 00:37:41,425 Þú vildir fara annað en hvernig komstu þangað? 351 00:37:41,509 --> 00:37:45,513 Ég sé ekki fyrir mér líf þöglu systranna handa þér. 352 00:37:45,596 --> 00:37:48,808 Hvað gæti stúlka af lágum stigum gert? 353 00:37:52,895 --> 00:37:54,313 Drekktu. 354 00:37:56,899 --> 00:37:58,734 -Ertu viss? -Drekktu. 355 00:38:04,365 --> 00:38:07,910 Þú skalt aldrei minnast á móður mína eða föður 356 00:38:07,994 --> 00:38:11,038 eða ég sker augun úr höfðinu á þér. 357 00:38:15,001 --> 00:38:17,712 Afsakaðu ef ég hef móðgað þig, frú. 358 00:38:19,255 --> 00:38:22,550 -Nú er komið að mér. -Fínt er. 359 00:38:22,633 --> 00:38:27,763 Spyrðu bara og reyndu að komast til botns í ráðgátunni sem ég er. 360 00:38:27,847 --> 00:38:31,350 -Hvaða konu elskaðirðu? -Leikurinn er ekki svona. 361 00:38:31,434 --> 00:38:33,185 Mér er alveg sama. 362 00:38:33,269 --> 00:38:37,148 -Herrann var eitt sinn kvæntur. -Varstu kvæntur? 363 00:38:37,231 --> 00:38:42,236 -Hvar heyrðirðu það? -Í teningaspili með hermönnunum. 364 00:38:44,572 --> 00:38:48,784 -Ræðum það eitthvert annað kvöld. -Nei, núna í kvöld. 365 00:38:50,536 --> 00:38:55,875 -Það er ekki skemmtileg saga. -Kannski fer ég þá að gráta. 366 00:38:55,958 --> 00:39:00,713 Við lafðin hljótum að eiga margar verri sögur en herrann. 367 00:39:02,798 --> 00:39:04,258 Jæja þá. 368 00:39:08,346 --> 00:39:13,184 Ég var 16 ára. Við Jaime vorum í reiðtúr og heyrðum öskur. 369 00:39:14,018 --> 00:39:19,065 Hún hljóp út á veg í rifnum fötum með tvo menn á hælunum. 370 00:39:19,148 --> 00:39:22,943 Jaime flæmdi þá í burtu og ég gaf henni yfirhöfn mína. 371 00:39:23,027 --> 00:39:27,656 Hún var of hrædd til að vera ein svo á meðan Jaime elti nauðgarana 372 00:39:27,740 --> 00:39:30,576 fylgdi ég henni á krá og gaf henni mat. 373 00:39:30,659 --> 00:39:37,291 Hún hét Tysha. Hún var munaðarlaus dóttir hjólasmiðs og sársvöng. 374 00:39:37,375 --> 00:39:40,753 Við kláruðum saman þrjá kjúklinga og vínkönnu. 375 00:39:40,836 --> 00:39:45,216 Þótt ótrúlegt megi virðast var ég óvanur víni í þá daga. 376 00:39:45,299 --> 00:39:48,385 Ég gleymdi hvað ég væri smeykur við stelpur 377 00:39:48,469 --> 00:39:51,722 og hvernig ég beið þess að þær færu að hlæja, 378 00:39:51,806 --> 00:39:56,143 líta vandræðalega undan eða spyrja um fallega bróður minn. 379 00:39:56,227 --> 00:39:59,021 Ég gleymdi öllu öðru en Tyshu. 380 00:39:59,605 --> 00:40:05,444 -Og við enduðum saman í rúminu. -Fyrir þrjá kjúklinga? Eins gott. 381 00:40:05,528 --> 00:40:10,908 Það varði skammt því ég kunni ekki neitt en hún var góð við mig. 382 00:40:10,991 --> 00:40:15,496 Hún kyssti mig eftir þetta og söng lag handa mér. 383 00:40:17,123 --> 00:40:21,460 Um morguninn var ég ástfanginn og bað um hönd hennar. 384 00:40:21,544 --> 00:40:26,423 Nokkrar lygar, smágull, drukkinn prestur og við vorum orðin hjón. 385 00:40:27,508 --> 00:40:31,971 Í tvær vikur. Svo rann af prestinum og hann sagði föður mínum frá. 386 00:40:33,222 --> 00:40:36,809 -Þá hefur því verið lokið. -Ekki beint. 387 00:40:38,144 --> 00:40:41,188 Fyrst þurfti Jaime að segja mér sannleikann. 388 00:40:42,857 --> 00:40:48,487 Stúlkan var hóra og Jaime hafði skipulagt þetta allt saman. 389 00:40:48,571 --> 00:40:53,742 Reiðtúrinn, nauðgarana og allt. Hann vildi að ég kenndi kvenmanns. 390 00:40:56,370 --> 00:40:57,955 Þegar hann hafði játað 391 00:40:59,081 --> 00:41:03,169 lét pabbi sækja konuna mína og gaf hana vörðum sínum. 392 00:41:04,962 --> 00:41:11,010 Hann borgði vel. Silfurpening á haus. Hve margar hórur fá slík laun? 393 00:41:12,887 --> 00:41:16,265 Síðan neyddi hann mig til að fylgjast með. 394 00:41:16,348 --> 00:41:19,393 Að lokum átti hún svo marga silfurpeninga 395 00:41:19,476 --> 00:41:24,690 að þeir runnu á milli fingranna og niður á gólfið. 396 00:41:28,402 --> 00:41:33,949 -Ég hefði drepið hann fyrir þetta. -Þú áttir að vita að hún væri hóra. 397 00:41:35,326 --> 00:41:39,538 Í alvöru? Ég var 16 ára, drukkinn og ástfanginn. 398 00:41:40,206 --> 00:41:44,793 Stúlka sem sleppur undan nauðgun sængar ekki hjá karli í kjölfarið. 399 00:41:46,212 --> 00:41:49,882 Eins og ég sagði var ég ungur og heimskur. 400 00:41:52,593 --> 00:41:55,179 Þú ert enn ungur og heimskur. 401 00:42:37,137 --> 00:42:40,599 -Hvað viltu eiginlega? -Þú sefur stríðið af þér. 402 00:42:40,683 --> 00:42:44,436 Þeir gengu í alla nótt og eru hálfan annan kílómetra frá. 403 00:42:45,562 --> 00:42:48,524 -Sæktu skjaldsveininn. -Þú átt engan slíkan. 404 00:42:50,651 --> 00:42:53,153 Ef ég dey skaltu gráta mig. 405 00:42:53,946 --> 00:42:57,574 Þú verður dauður. Hvernig veistu af því? 406 00:43:03,455 --> 00:43:04,748 Ég mun vita það. 407 00:43:07,501 --> 00:43:08,836 Varaðu þig. 408 00:43:20,055 --> 00:43:24,184 -Láttu lítið fyrir þér fara. -Lítið fyrir mér fara? 409 00:43:24,268 --> 00:43:26,979 Ef heppnin er með þér tekur enginn eftir þér. 410 00:43:27,062 --> 00:43:28,772 Ég fæddist heppinn. 411 00:43:31,650 --> 00:43:35,529 Fjallamenn frá Dal, komið saman. 412 00:43:36,822 --> 00:43:42,870 Steinkrákur, Svarteyru, Brenndu menn og Mánabræður. 413 00:43:42,953 --> 00:43:47,166 -Lituðu hundarnir. -Og Lituðu hundarnir. 414 00:43:47,249 --> 00:43:53,047 Tryggið nú yfirráðin yfir Dalnum. Berjist fyrir því sem ykkur ber. 415 00:43:53,464 --> 00:43:57,426 -Hálfmenni! -Hálfmenni! Hálfmenni! 416 00:43:57,509 --> 00:44:00,512 Hálfmenni! Hálfmenni! 417 00:44:00,596 --> 00:44:03,640 -Hálfmenni! Hálfmenni! -Til orrustu! 418 00:44:46,266 --> 00:44:48,352 Þú ert vonlaus hermaður. 419 00:44:51,230 --> 00:44:54,817 -Er ég á lífi? -Þú ert á lífi. 420 00:45:00,614 --> 00:45:04,618 -Unnum við bardagann? -Annars værum við ekki hérna. 421 00:45:18,090 --> 00:45:20,175 Hvernig stóðu Fjallamenn sig? 422 00:45:21,718 --> 00:45:23,303 Já, bara vel. 423 00:45:24,555 --> 00:45:26,849 Frábært hvað þeim kemur vel saman. 424 00:45:27,766 --> 00:45:32,020 -Þú ert særður. -Takk fyrir að taka eftir því. 425 00:45:33,272 --> 00:45:37,943 -Við unnum víst. -Njósnurum okkar skjátlaðist. 426 00:45:38,026 --> 00:45:42,114 Þetta voru 2.000 menn Starks frekar en 20.000. 427 00:45:42,197 --> 00:45:45,367 -Náðum við Stark-piltinum? -Hann var ekki hér. 428 00:45:46,618 --> 00:45:51,415 -Hvar var hann? -Hjá hinum 18.000 mönnunum. 429 00:45:54,209 --> 00:45:56,211 En hvar eru þeir? 430 00:46:06,680 --> 00:46:09,266 -Við skulum fara, lafði. -Nei. 431 00:46:13,937 --> 00:46:15,522 Lafði. 432 00:46:50,974 --> 00:46:54,436 Þegar þeir áttuðu sig var það orðið um seinan. 433 00:46:58,398 --> 00:47:02,528 Lafði Stark, ég myndi færa fram sverðið en ég týndi því. 434 00:47:02,611 --> 00:47:05,489 Ég hef ekki áhuga á sverði þínu. 435 00:47:06,073 --> 00:47:12,287 -Skilaðu dætrum mínum og eiginmanni. -Ég hef víst týnt þeim öllum líka. 436 00:47:12,371 --> 00:47:14,748 Dreptu hann og sendu föður hans höfuðið. 437 00:47:15,249 --> 00:47:17,584 Hann drap tíu menn, þú sást það. 438 00:47:17,668 --> 00:47:23,298 -Hann er meira virði á lífi. -Takið hann og setjið hann í járn. 439 00:47:23,382 --> 00:47:27,928 Við gætum lokið stríðinu núna og bjargað þúsundum mannslífa. 440 00:47:28,011 --> 00:47:30,764 Þú berst fyrir Stark og ég Lannister. 441 00:47:30,847 --> 00:47:36,270 Sverð, spjót, tennur eða neglur. Veldu vopn og ljúkum þessu hérna. 442 00:47:39,147 --> 00:47:42,943 Ef við gerum þetta á þinn hátt, Konungsbani, sigrar þú. 443 00:47:47,281 --> 00:47:49,700 Við gerum það ekki á þinn hátt. 444 00:47:50,409 --> 00:47:53,370 Komdu nú, fagri maður. 445 00:48:01,503 --> 00:48:03,964 Ég sendi 2.000 menn í gröfina. 446 00:48:04,047 --> 00:48:10,095 -Það verður sungið um fórn þeirra. -Já, en þeir dauðu heyra það ekki. 447 00:48:16,560 --> 00:48:19,521 Einn sigur gerir okkur ekki að sigurvegurum. 448 00:48:21,106 --> 00:48:26,945 Björguðum við föður mínum eða systrum mínum frá drottningunni? 449 00:48:28,071 --> 00:48:32,117 Frelsuðum við Norðrið undan þeim sem vilja knésetja okkur? 450 00:48:36,997 --> 00:48:39,458 Þessu stríði er alls ekki lokið. 451 00:49:10,656 --> 00:49:14,701 Gæti ég fengið eitt svona með sítrónu eða hvernig sem er? 452 00:49:14,785 --> 00:49:18,455 -Þrjá koparpeninga. -Hvað með spikfeita dúfu? 453 00:49:18,538 --> 00:49:20,415 Snáfaðu héðan. Farðu nú. 454 00:49:21,500 --> 00:49:26,254 -Áttu gamalt eða brennt brauð? -Burt með þig. 455 00:49:32,761 --> 00:49:37,182 -Hvert eru allir að fara? -Þeir færa hann að Baelor-musteri. 456 00:49:37,265 --> 00:49:39,851 -Hvern? -Hönd konungsins. 457 00:50:47,043 --> 00:50:48,420 Svikari! 458 00:50:49,755 --> 00:50:53,425 Líttu á Baelor. Baelor! 459 00:51:21,244 --> 00:51:26,958 Ég er Eddard Stark, lávarður Vetrarfells og Hönd konungs. 460 00:51:37,135 --> 00:51:42,474 Ég vil játa mig sekan um landráð frammi fyrir guðum og mönnum. 461 00:51:44,810 --> 00:51:49,314 Ég brást konungi mínum og trausti vinar míns, Roberts. 462 00:51:51,107 --> 00:51:54,778 Ég sór að vernda börnin hans. 463 00:51:54,861 --> 00:51:58,698 En áður en hann dó lagði ég á ráðin um að myrða son hans 464 00:52:00,617 --> 00:52:02,619 og taka völdin sjálfur. 465 00:52:04,538 --> 00:52:05,664 Svikari! 466 00:52:13,797 --> 00:52:19,636 Megi æðsti prestur og Baelon blessaði hlýða á játningu mína. 467 00:52:22,222 --> 00:52:27,185 Joffrey Baratheon er réttborinn arftaki Járnhásætisins 468 00:52:28,520 --> 00:52:33,984 og af náð allra guðanna er hann leiðtogi ríkjanna sjö 469 00:52:34,067 --> 00:52:36,695 og Verndari konungsríkisins. 470 00:52:43,159 --> 00:52:46,872 Syndum okkar fylgir þjáning. 471 00:52:47,581 --> 00:52:52,878 Þessi maður hefur játað glæpi sína frammi fyrir guðum og mönnum. 472 00:52:54,004 --> 00:52:56,548 Guðirnir eru sanngjarnir. 473 00:52:56,631 --> 00:53:03,513 En Baelor hefur líka kennt okkur að þeir geti verið miskunnsamir. 474 00:53:06,182 --> 00:53:10,020 Hvað eigum við að gera við svikarann, yðar náð? 475 00:53:14,900 --> 00:53:18,236 Móðir minn vill að Eddard gangi í Næturvaktina. 476 00:53:18,320 --> 00:53:23,658 Sviptur titlum og völdum myndi hann þjóna ríkinu í útlegð til æviloka. 477 00:53:23,742 --> 00:53:28,663 Mín kæra lafði Sansa bað mig um að þyrma föður sínum. 478 00:53:32,542 --> 00:53:36,129 En þær eru góðhjartaðar konur. 479 00:53:36,212 --> 00:53:42,052 Á meðan ég verð konungur ykkar verða landráð aldrei liðin. 480 00:53:42,135 --> 00:53:45,889 Sir Ilyn, færðu mér höfuðið af honum. 481 00:53:45,972 --> 00:53:49,768 -Hættu þessu. -Nei, stöðvaðu hann. 482 00:54:01,279 --> 00:54:03,114 Hættu þessu, sonur. 483 00:54:04,240 --> 00:54:05,325 Niður með hann. 484 00:54:13,166 --> 00:54:15,585 -Ekki horfa. -Slepptu mér. 485 00:54:15,669 --> 00:54:17,879 Þegiðu og horfðu á mig. 486 00:54:17,963 --> 00:54:19,923 Nei, hættið þessu! 487 00:54:20,882 --> 00:54:22,217 Svikari! 488 00:54:27,430 --> 00:54:30,058 Stöðvið hann! Hættið þessu! 489 00:54:31,643 --> 00:54:34,145 Nei, ekki gera það! 490 00:56:09,074 --> 00:56:13,161 Þýðing: Jóhann Axel Andersen